… sem gera um 1360 kennslustundir eða rúmlega 54.000,- mínútur sem líka má yfirfæra í 22 framhaldsskólaeiningar!

Dagana 4.-6. júní iðaði Skátamiðstöðin af fræðslu og fjöri því í upphafi hvers sumars er komið að því að fræða öll þau ungmenni sem vinna við útilífsskóla skátafélaganna á sumrin.

Skólastjórar og aðstoðarskólastjórar hittust tvo daga, mánudag og þriðjudag frá 10-14 og fræddumst um hin ýmsu mál sem þau þurfa að sinna, svo sem skráningar, mannauðsstjórnun, ábygð og skyldur, frávik í hegðun og heilsufari og margt fleira sem gott er að kunna og vita. Þau nýttu einnig tímann til að samræma, deila og vinna með hugmyndir sem upp komu. Rakel Ýr Sigurðardóttir kom inn sem gesta fyrirlesari og fræddi um hvernig er best að vinna með hóp ungmenna sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum.

Starfsmenn sumarnámskeiðana (vinnuskólaliðar) mættu aftur á móti þrjá daga, mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Á mánudeginum var 4 klst. Fyrstu hjálpar námskeið undir stjórn Sigrúnu Jónatansdóttur og Guðrúnar Þóreyjar Sigurbjörnsdóttur.

Á þriðjudeginum var svo Verndum þau námskeið, námskeið um barnavernd. En þar er frætt um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun á börnum og hvað á að gera ef við heyrum af eða verðum áskynja um hjá börnunum. Þetta námskeið er á vegum Æskulýðsvettvangsins og fyrirlesari að þessu sinni var Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur frá Barnahúsi.

Miðvikudeginum var svo varið í almenna fræðslu um hlutverk þeirra sem starfsmenn útilífsskólanna, réttindi og skyldur, hvað ber að varast, hvernig á að koma fram og tala við börn, frávik í heilsufari og hegðun ásamt skemmtilegri kennslu í leikjastjórnun sem Egle Sipaviciute fór með þau í. Þau lærðu þar nýja og skemmtilega leiki og einnig af hverju við förum í leiki…

Námskeiðið þeirra endaði svo á Pizzuveislu sem hvarf hraðar en ís í sumarsólinni.

Stjórnandi beggja námskeiðanna var eins og undanfarin ár hún Dagbjört Brynjarsdóttir – Dagga – en þetta var síðasta verkefnið hennar sem starfsmaður Skátamiðstöðvarinnar. Hún heldur nú út í sumarfríið (og drekaskátamót um helgina) og við taka ný verkefni hjá henni í haust. Hún hættir þó ekki að skátast því að sjálfsögðu heldur hún áfram að vera Drekatemjari í Mosverjum ásamt því að hún er í fararstjórn íslenska hópsins á Alheimsmót skáta í N-Ameríku næsta sumar.