„Til að sanna mál okkar ætlum við félagarnir að koma saman og reisa fjögurra hæða blokk og vera búnir að því fyrir klukkan 10 í kvöld,“ segir Jónas Grétar. Hann og félagar hans reisa mannvirkið fyrir utan Skátamiðstöðina í Hraunbænum og byrja kl. 4. Boðið verður upp á skátakakó í Skátamiðstöðinni fyrir þá sem ætla að fylgjast með og hvetja hópinn.

Við sögðum frá því í síðasta mánuði að nokkrir skátar hefðu tekið sig saman og byggt 4. hæða blokk á einum degi eða öllu heldur einni nóttu. Mörgum þótti það ótrúlegt og ekki síst þar sem við vorum ekki með myndir.

Hér eru myndirnar sem sanna að blokkin var byggð, en ná þeir að gera þetta aftur í dag.
Hér eru myndirnar sem sanna að blokkin var byggð, en ná þeir að gera þetta aftur í dag.

 

Staðið við stóru orðin

„Nú eru myndirnar komnar í leitirnar, en þá eru einhverjir að draga í efa að við höfum sagt satt um tímann sem þetta tók,“ segir Jonni vígreifur, sem gerir ráð fyrir að allir gömlu félagarnir mæti. „Stund sannleikans er runnin upp“, segir hann og skorar á þá sem drógu söguna í efa að mæta og éta ofan í sig stóru orðin.

Fleiri myndir eru á Facebook síðu Skátanna

Ótrúlega gaman

Jonni og Væk kenndu súrringar á fræðslukvöldi í mars og heppnaðist það mjög vel. Fyrir þá sem ekki vita hvað að súrra þýðir það að rígbinda eða reyra og skátar nota aðferðina mikið til að byggja úr trjám í skóglendi eða úr aðfluttum trönum eins og oftar er raunin hérlendis þó það kunni að vera að reytast. Jonni og félagar hans sáu hugmyndina að fjögurra hæða byggingunni í dönsku skátablaði. „Okkur tókst að byggja hana – við vöktum alla nóttina – en hún varð eiginlega svolítið skökk, ekki alveg eins og á leiðbeiningarmyndinni! En það var ótrúlega gaman og hægt var að tjalda á hverri hæð“, sagði Jonni. Félagarnir ætla ekki að vaka alla nóttina núna heldur er keppni í að klára blokkina fyrir klukkan tíu í kvöld og Jonni segir að hún verði miklu flottari núna.

 

Tengd frétt: Súrruðu fjögurra hæða blokk