Sköpunargleðin var í fyrirrúmi á alþjóðlegu námskeiði sem haldið var fyrir skátaforingja um nýliðna páska.   Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir mætti í ár með stórkostlegt aukaverkefni.  Hún hafði boðið kærasta sínum, Helga Hrafni Gunnarssyni með í för og verkefni hennar var að bera upp bónorð með því að virkja alla 100 þátttakendurnar með sér.
Ævintýri í hallargarðinum
Ævintýri í hallargarðinum

Námskeiðið var haldið Rieneck skátakastalanum í Þýskalandi en þangað hafa margir íslenskir skátaforingjar sótt góðar hugmyndir og hvatningu á liðnum árum. Viðburðurinn heitir á máli þarlendra Internationale Musische Werkstatt (IMWe) og yfirskrift páskahelgarinnar var „creative workshop“ og á að auka og nýta sköpun í skátastarfinu.

Leyniaðgerð undir dulnefni

Inga auglýsti eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu með sér. Dulnefni verkefnisins var „Cub scout Network“ sem hún var algjörlega með á hreinu að Helgi hefði ekki mikinn áhuga á að kynnast.

Þegar að stóru stundinni kom var öllum stillt upp og Arnór Bjarki Svarfdal og Bergþór Guðmundsson fengu það hlutverk að lokka Helga Hrafn á fyrirfram ákveðinn stað svo hann sæi einvörðungu það sem hann ætti að sjá en ekki meir.

Bónorðsdansinn

Bónorðsdansinn gat þá hafist og byrjaði  hann á að ein stúlkan dansaði sem spegilmynd Ingu Auðbjargar sem fyrst í stað var ekki í sjónmáli Helga.  Síðan bættust fleiri dansarar í hópinn hver á fætur öðrum.  Á ákveðnum tímapunkti hlaupa allir fram og draga Ingu fram á sjónarsviðið, sem stígur upp sem rós.  Þeir sem stóðu fremstir í hópnum lyfta þá klæðum sínum og bera maga sína með skilaboðunum  „Viltu giftast mér“.

Svarið var í stuttu máli JÁ og voru hringar settir upp.

Skátamál óska tilvonandi hjónakornum til hamingju!  Riddarasögurnar hafa verið endurskrifaðar.

Ævintýrið endaði vel. Hjarta píratans hefur verið rænt.
Ævintýrið endaði vel. Hjarta píratans hefur verið rænt.

 Viltu vita meira

Þeir sem vilja sjá meira inn í ævintýraheimana sem skátakastalinn Rieneck felur í sér geta lesið eldri frétt.  Skoða „Við beislum sköpunarkraftinn og nýtum í starfið“