Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Verndum þau námskeið í Skátamiðstöðinni

19, maí 2016 l 19:00 - 22:00

VERNDUM ÞAU námskeið í Skátamiðstöðinni. Kl. 19:00-22:00

Námskeið um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum, möguleg úrræði og skyldur þeirra sem vinna með börnum .

Ætlast er til þess að allir sveitarforingjar og aðrir sjálfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið, auk þess sem námskeiðið er hluti námsbrautar í Gilwell – leiðtogaþjálfun.

Ungmennafélag Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa undanfarin ár staðið fyrir Verndum þau námskeiði undir merkjum Æskulýðsvettvangsins. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar, Verndum þau, og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa.Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan vettvangsins sæki námskeiðið.
Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir:

  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. Frætt er um hverja tegund ofbeldis fyrir sig, tíðni ofbeldis og hverjir séu líklegastir gerendur samkvæmt rannsóknum.
  • Hver einkenni ofbeldis eru og hvernig og hvert skuli tilkynna grun um að barn búi við ofbeldi. Kynntar eru verklagsreglur og verkferlar.
  • Hvernig skuli taka á móti ofbeldisfrásögn. Slíkt er jafn mikilvægt og að kunna fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum.
  • Reglur í samskiptum við börnin. Ein mikilvægasta reglan er að forðast aðstæður þar sem starfsmaður er einn með barninu.
  • Ýmis atriði sem vinnuveitendur þurfa að hafa í huga, eins og vandað ráðningarferli, að fá leyfi til að afla upplýsinga úr sakaskrá, og að kynna reglur og verkferla fyrir starfsfólki til þess að tryggja gæði starfsins.
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Leiðbeinendur eru sálfræðingar frá Barnahúsi.

Námskeiðið er opið öllum, rekkaskátum og eldri og er öllum að kostnaðarlausu.

::Skráning fer fram hér. 

Ef þessi dagsetning hentar illa viljum við benda á að 17. maí verður námskeiðið haldið á vegum KFUM&K að Holtavegi í Reykjavík. Frekari upplýsingar um það má finna hér

Einnig er hægt að sækja námskeiðið með hjálp fjarfundahugbúnaðar „GoToMeeting„. Áhugasömum er bent að hafa samband við Döggu í Skátamiðstöðinni.

Upplýsingar

Dagsetn:
19, maí 2016
Tími
19:00 - 22:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:

Skipuleggjandi

Æskylýðsvettvangurinn
Sími:
550-9800
Netfang:
ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is
Vefsíða:
www.aeskulydsvettvangurinn.is

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbæ 123
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
www.skatarnir.is