Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Thinking Day On The Air

17, feb 2018 l 12:00 - 18, feb 2018 l 12:00

Laugardaginn 17. febrúar 2018 standa Radíóskátar fyrir opnu húsi vegna TDOTA.

TDOTA stendur fyrir Thinking day on the air og er sambærilegur viðburður og JOTA (jamboree on the air).

Opið hús verður í Jötunheimum í Garðabæ frá kl. 12 á hádegi, fram eftir nóttu og til hádegis á sunnudeginum.
Athugið að við verðum á efri hæðinni.

Einstaklingar og hópar eru velkomnir í heimsókn á þeim tímum sem þeim hentar.

Í boði verður m.a.:
Talstöðvarsamskipti við skáta erlendis og heima.
Lóðboltar og íhlutabarinn – búum til eitthvað skemmtilegt.
Rafmagnsmekkanó.
Ratleikir með aðstoð talstöðva.
Ýmis skátafræði.

Gott væri að fá skráningu hópa til okkar inn í viðburðaskráningu BÍS. Einstaklingar geta kíkt við þegar þeim hentar.

Áhugasamir skátar (og foreldrar) sem hafa áhuga á að aðstoða okkur mega gjarnan hafa samband við Atla eða Völu. Viðkomandi aðilar þurfa ekki að kunna á talstöðvar eða lóðbolta.

Með skátakveðju
Atli Bachmann – atlib@postur.is
Vala Dröfn Hauksdóttir – valadrofn@hotmail.com

Upplýsingar

Byrja:
17, feb 2018 l 12:00
Enda:
18, feb 2018 l 12:00