Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Sumar-Gilwell 1. og 2. skref

30, ágú 2019 l 16:00 - 1, sep 2019 l 17:00

SumarGilwell er í raun spennandi útfærsla á 1. og 2. skrefi Gilwell þar sem áhersla er lögð á upplifun skátastarfs,  tjaldbúðarvinnu og fleira,  samhliða því að farið er í starfsgrunn skáta og markmið og leiðir í skátastarfi.

Markmið með skrefi 1:

– Að kynnast því hvernig skátastarf verður að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið?

– Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.

Markmið skref 2:

– Skilja tengslin á milli markmiða skátahreyfingarinnar og ólíkra þroskasviða.

– Gera sér grein fyrir eigin styrk og veikleikum sem leiðtogi.

Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.

Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.

Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/ og henni lýkur 26. ágúst.

Upplýsingar

Byrja:
30, ágú 2019 l 16:00
Enda:
1, sep 2019 l 17:00