Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Neisti leiðtogaþjálfun

11, jan 2019 - 13, jan 2019

Neisti verður haldinn á Úlfljótsvatni 11. – 13. janúar 2019.

Hvað er Neisti?

– Sveitarforingjanámskeið þar sem hver og einn fær tækifæri til að velja sína dagskrá. Markmiðið með námskeiðinu er að auka færni á ýmsum sviðum skátastarfsins og efla foringja í sínu starfi. Aldurstakmark er 16 ár.
Við hvetjum ALLA aðstoðarforingja, sveitarforingja og dagskrárforingja til að mæta á þetta námskeið, hvort sem þeir eru nýlega orðnir foringjar eða hafa verið starfandi í mörg ár.

Smiðjurnar á námskeiðinu eru valdar út frá óskum sveitarforingja haustið 2018. Smiðjurnar munu meðal annars dýpka þekkingu og færni í dagskrá tengda færnimerkjunum, auka sjálfstraust í að stýra stórum hópum, fara í ferðir með sveitina sína, kveikja á skátagaldrinum og ævintýri í starfinu… og margt fleira. Leiðbeinendur koma víðsvegar að úr íslensku samfélagi sem og erlendis frá.

Allar upplýsingar er hægt að finna á Facebook viðburðinum. Fylgist með þar.

Skráning er hafin á skatar.felog.is

Upplýsingar

Byrja:
11, jan 2019
Enda:
13, jan 2019
Viðburður Categories:
,