Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Námskeið fyrir stjórnendur sumarnámskeiða – Dagur 2

4, jún 2019 l 10:00 - 14:30

kr 3000

Dagur 2 – þriðjudagurinn 4. júní

Fyrri dagur í námskeiðum stjórnenda hjá Skátamiðstöðinni, 3000 krónur er sameiginlegt verð fyrir báða daga.

Ljósmyndun og samskiptamiðlar – 30 mínútur
Farið verður yfir góða siði í ljósmyndun og myndbirtingu með mið af persónuverndarsjónarmiðum og lögum.

Viðbragðsáætlunin – 1 klukkustund
Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn skátafélaga eiga að þekkja og fylgja eftir þeim ferlum sem  eru í viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Tekin verður æfing í notkun hennar þar sem stjórnendur kynnast gagnsemi og takmörkunum hennar.

Tenging við vetrarstarfið – 30 mínútur
Útilífsskólarnir eru reknir af skátafélögum, m.a. til að kynna ungmenni í umhverfi þeirra fyrir skátastarfi. Mikilvægt er að stjórnendur hafi það hugfast yfir sumarið að kynna skátafélagið í leiðinni fyrir þátttakendum og foreldrum þeirra og þá möguleika sem skátastarf býður þeim í frístundastarfi.

Matarhlé – 30 mínútur
Stjórnendur geta skotist út á nálæga staði einnig er Bónus verslun við hlið Skátamiðstöðvarinnar, allir eru hvattir til að taka mat fremur með sér aftur í Skátamiðstöðina en að ljúka við að borða úr húsi svo minnstar líkur séu að seinagangur raski tímaplönum annarra þátttakenda námskeiðsins.

Skýrslugerð – 30 mínútur
Skýrslan sem skilað er í lok sumars er mjög mikilvæg félaginu og því ber að gæta að safna þar saman vissum upplýsingum frá ári til árs svo góðar og haldbærar upplýsingar séu til fyrir stjórnendur og aðra hagsmunaaðila. Námsgögn verða gerð aðgengileg með rafrænum hætti og stuðning má fá í lok sumars við gerð skýrslu.

Ólíkar þarfir barna – 30 mínútur
Lauslega verður fjallað um góða siði til að hafa í huga þegar komið er til móts við fjölbreytileika barna en áhersla verður á einstaklingsmiðaða nálgun. Aðgengileiki útilífsskólanna verður ræddur og hvaða stuðning hægt er að ætlast til af sveitarfélaginu.

Samstarf milli skóla – 15 mínútur
Ríkur siður hefur verið fyrir samstarfi milli skóla. Farið verður yfir helstu þætti sem gæta þarf að séu í lagi í slíku samstarfi og möguleikana á því.

Önnur mál – 0,5 klukkustundir

Skráning fer fram á skatar.felog.is og verður reikningur sendur í lok námskeiðs til skátafélaganna.

Upplýsingar

Dagsetn:
4, jún 2019
Tími
10:00 - 14:30
Verð:
kr 3000

Skipuleggjendur

BÍS
SSR

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbæ 123
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
www.skatarnir.is