Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fánaganga 1. desember

1, des 2018

Fjallganga með fána 1. desember.

Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um að þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.

Til að minnast þess að 100 ár eru síðan þessi viðburður átti sér stað ætla skátar á Íslandi að flagga íslenska fánanum 1. desember n.k. 

Við hvetjum skátaflokka til að finna sér stað í sínu nærumhverfi t.d. hól, hæð eða fjall og flagga þar þjóðfánanum okkar. Með þessu viljum við minnast þessa dags og gera það út í okkar fallegu náttúru. Við hvetjum alla til að taka myndir af þessum viðburði og merkja með #skatarnirflagga  

 

Flaggað á Esju

Samhliða þessu ætla rekka- og róverskátar að ganga með stóra flaggstöng upp á Esju og flagga þar íslenska fánanum. Gangan verður að morgni laugardagsins 1. desember og björgunarsveit verður með í för til að tryggja öryggi okkar. Hvetjum áhugasama að skrá sig á skatar.felog.is 

Upplýsingar

Dagsetn:
1, des 2018
Viðburður Category: