Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fálkaskátadagurinn

4, nóv 2017 l 14:00 - 17:00

Fálkaskátadagurinn 2017 verður haldinn í Laugardalnum á laugardaginn næstkomandi, 4.nóv

Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00. Fálkaskátadagurinn verður í formi spennandi póstaleiks um Goðheima sem haldinn er utandyra svo þátttakendur þurfa að vera klæddir eftir veðri.
Skátarnir munu þurfa að takast á við ýmsar þrautir svo sem Ásabolta, Mjölniskast, Skátatafl, Fenrisúlfinn og fleira.

Fálkaskátasveitinar eru beðnar að mæta tímalega á torgið fyrir framan grasagarðinn (og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn) svo dagskrá geti hafist kl. 14:00

Mikilvægt er að vera búin að borða fyrir mætingu en dagurinn endar svo með síðdegisvöku, kakó og kexi.

Ekkert kostar á Fálkaskátadaginn en nauðsynlegt er að skrá skátana á viðburðinn á https://skatar.felog.is/

Frekari upplýsingar fást hjá Óskari Þór, Viðburðastjóra: oskarthr@gmail.com

Athugið að foringjar þurfa að fylgja sveitunum og ekki er gert ráð fyrir stökum þáttakendum. Foringjar skrá sig með tölvupósti á dagga@skatar.is

Upplýsingar

Dagsetn:
4, nóv 2017
Tími
14:00 - 17:00
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Dagskrárráð