Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Endurfundir skáta

1, jún 2019 l 10:00 - 16:00

— HELLISHEIÐIN, ÆVINTÝRALANDIÐ !! —
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Rútuferð á Hellisheiði og í Lækjarbotna n.k. laugardag 1. júní.

Ferðaáætlun:
Kl. 10 Lagt af stað í rútu frá Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.
Kl. 11 Hellisheiðin:  Við munum gera okkur margt til gamans á leiðinni og á Heiðinni:  – Börkur Thor. segir sögur af kamarfötunni í K 16 og líka af brunanum mikla, aðfararnótt föstudagsins langa 1961. / Gígja Árna minnist kvöldvakanna í skátaskálunum á Heiðinni og við tökum að sjálfsögðu tóndæmi! í rútunni / Farið verður yfir skálasöguna, sagðar frægðarsögur úr Þrym, Jötni o.fl. / Planið er að gera stuttan stans í Þrymheimi og fá kakó og kex.
Kl. 13:30 Lækjarbotnar. Þar fáum við veglegan hádegisverð og kaffi á eftir. Og auðvitað syngjum við líka nokkur skátalög.
Áætlað er að vera komin í bæinn um eða eftir kl. 16.

MIKILVÆGT !
– – – – – – – – – –

Verð kr. 3.000.-  Innifalið er rúta og málsverður.  Vinsaml. hafið peninga (við höfum ekki posa meðferðis).

Vegna undirbúnings og innkaupa er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.
Sendið tölvupóst á netfangið haukurinn@islandia.is fyrir kl. 24:00 fimmtudagskvöld.
Munið bara réttan skófatnað og hlífðarföt.

Hlægjum og skemmtum okkur, sjáumst sem flest!

Skátakveðja,
Bakhópurinn.

Upplýsingar

Dagsetn:
1, jún 2019
Tími
10:00 - 16:00
Viðburður Category: