Vertu með í Fræðasetrinu á morgun!

fraedasetur_logo3
Þessar vikurnar er unnið hörðum höndum við að standsetja húsnæði Fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni en það hefur aðsetur í stöðvarstjórabústaðnum við Ljósafossstöð.

Á morgun, laugardaginn 18. janúar, verður unnið frá kl. 13-17 við fjölbreytt verkefni s.s. innrömmun á myndum, málningarvinnu, þrif og tiltekt og okkur bráðvantar vinnufúsar hendur í lokahandtökin. Hafðu með þér vinnugallann,  skúringarfötuna og góða skapið og vertu með í skemmtilegum skátafélagsskap!

Þeir sem vilja fá far eða geta komið og vilja frekari upplýsingar geta haft samband við Gunnar Atlason í síma822-3619 eða Guðmund Pálsson í síma696-4063.

Jafnframt verður farið miðvikudaginn 22. janúar og unnið frá kl. 17-21 en Guðmundur Jónsson fer austur um kl. 13:00 ef einhver vill fljóta með.

Við stefnum að því að gera Fræðasetur skáta tilbúið til formlegrar notkunar 22. febrúar svo allar duglegar hendur eru velkomnar. Nánari upplýsingar um Fræðasetur skáta er að finna á Fésbókinni https://www.facebook.com/fraedaseturskata   sem þið gætur látið ykkur „líka við“ og fengið sem ánægjuefni á fésbókinni ykkar.

Skátakveðja, Smiðjuhópurinn

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar