Um síðustu helgi var Arcticpepp haldið á Akureyri. Peppið var óvenjulegt að því leyti að þátttakendahópurinn var mjög fjölbreyttur og kom víða að; frá Akureyri, Sauðárkróki, Borgarnesi, Segli og Vífli. Markmið helgarinnar var að kynnast betur dagskráhringnum, flokkastarfi og sveitarstarfi. Eins og oft áður á Skátapeppi rigndi eldi og brennisteini en þrátt fyrir það var farið í gönguferðir, náttúruskoðun og eldað úti.

img_8223

 

Rekkaskátarnir voru flestir sammála um að það skemmtilegasta sem þeir gerðu var að labba í rigningunni upp í skátaskálann Fálkafell þar sem þau gistu eina nótt. img_8147

Helgin var ótrúlega skemmtileg og gagnleg og það var gaman að sjá unga skáta sem búa langt frá hverjum öðrum kynnast og mynda vinasambönd.img_8316