Skátahreyfingin er alþjóðleg með starfsemi í nánast öllum löndum heims. Alþjóðatenging skáta laða að ungmenni í skátastarf sem styrkir skátafélögin verulega og það framboð sem þau geta boðið sínum ungmennum. Alþjóðaráð BÍS var með erindi á fræðslukvöldi nýlega. Rætt var  um styrkjamöguleika í alþjóðastarfi og Erasmus + áætlun Evrópusambandsins – áður þekkt sem sjóðurinn Evrópa unga fólksins.form_2jadalka_ferdir

„Okkur langar að kynna fyrir ungmennum í skátastarfi, félögum og stjórnum þeirra og bara öllum þeim sem hafa áhuga þær margvíslegu leiðir  sem bjóðast í að fjármagna alþjóðlegt skátastarf“.  Segir Jón Þór Gunnarsson formaður alþjoðaráðs.  Góð mæting var og hugur í skátum að sækjast eftir verkefnum á erlefndri grundu. Jón bætir við „Það er mikilvægt að við látum unga fólkið okkar vita af öllum þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og líka fullorðna fólkið sem einnig getur sótt sér styrki og fræðslu erlendis í tengslum við vinnu þess í skátafélögunum“.

Alþjóðaráð BÍS heldur úti upplýsingasíðum hér á skátamálum:

:: Upplýsingar um alþjóðamál

 

Hér má finna kynningar um leiðir í alþjóðastarfi:form_2jadalka_wosmflag

:: Fræðslukvöld
:: Aðrar leiðir
:: Fræðslukvöld Framundan og lok
:: Fræðslukvöld inngangur
:: verkefni_evropa

Villtu vita meira

Hafðu samband við Skátamiðstöðina og fáðu aðstoð.EU-flag-Erasmus+_vect_POS