Útilega að Hömrum 18. – 20. ágúst allir velkomnir

Í tilefni af 100 ára skátastarfi á Akureyri býður Skátafélagið Klakkur, Akureyringum og landsmönnum öllum í útilegu að Hömrum helgina 18. – 20. ágúst. Tilvalið tækifæri fyrir alla að nota útilegugræjurnar a.m.k. einu sinni enn fyrir veturinn.

Í boði eru frí tjaldsvæði og skemmtileg dagskrá á einu vinsælasta tjaldsvæði landsins. Svæðið opnar kl 16:00 á föstudag og verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá í boði frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu skátafélagsins www.klakkur.is Einnig er hægt að hafa samband við Jóhann Malmquist á netfangið johann@hamrar.is eða í síma 6997546

Bátar – Vatnaþrautir – Hoppukastalar – Hjólabílar – Varðeldur – Kaffihús  – Folf – Gönguferðir – Náttúruskoðun – Skátatívolí – Minigolf – Ratleikur

Akureyri – Skátastarf í 100 ár

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar