Núna um helgina tók virkur hópur skáta þátt í viðburðinum Ungir Talsmenn. Þar var lögð mikil áhersla á framkomu skáta í fjölmiðlum og hvernig hægt væri að bæta almenna ímynd skátanna. Það var líf og fjör í Garðbúaheimilinu þar sem viðburðurinn fór fram þegar þátttakendur tóku Braga skátahöfðingja í hitaklefann og spurðu hann spjörunum úr.
Förðun fyrir sjónvarpsvélarnar
Förðun fyrir sjónvarpsvélarnar
Tilbúnar í útsendingu
Tilbúnar í útsendingu

Bragi veitti þátttakendunum gullin dæmi um framkomu og leiddi umræður varðandi hvaða ímynd við viljum setja fram sem skátar. Hann talaði um hvað jákvæð ímynd getur gert  fyrir okkur sem skátahreyfingu. Að færa staðalímyndina af skátunum sem sitja alla fundi í hring að hnýta hnúta og syngja ging gang gúllí gúllí yfir í ævintýra glöðu skátana sem við erum.

Þátttakendum var skipt í flokka sem hver fékk umsjón með tveimur samskiptamiðlum skáta. Fyrr hafði Twitter aðgangur skátanna verið frekar ósnertur og lítið séður en eftir helgina hefur verið um 48% aukning fylgjenda á aðgang þeirra @skatarnir.

„Við teljum að þar sem að okkar aldursbil sé markhópurinn fyrir þessa miðla ættum við að fá greiðari aðgang að þessum samskiptamiðlum og meiri stjórn yfir því sem fer þar inn. Þannig náum við betur til okkar aldurs,” segir Guðný Rós rekkaskáti og þátttakandi.

Leiðbeinendur og matgæðingar
Leiðbeinendur og matgæðingar

Skátar fóru yfir hvernig koma ætti fram í fjölmiðlum. Farið var yfir bæði þung og lífleg málefni sem hafa komið upp í skátastarfi og hvernig við getum lært af þeim. Sett var upp studio og þar settu þátttakendur á svið viðtalsþætti á við Kastljós og Ísland í dag.

Lagður var ákveðinn grunnur að samfélagsmiðlastefnu skátanna og komu krakkarnir með hugmyndir að því hvernig þau vilja hafa hana. „Eftir helgina vitum við betur hvaða ímynd við viljum gefa frá okkur og erum miklu öruggari í því að koma fram fyrir hönd skátanna. Okkur hlakkar til að fá að nota samfélagsmiðlana á viðburðum og hafa þannig jákvæð áhrif á ímynd skáta,” segir Sölvi Ólafsson rekkaskáti og þáttakandi að lokum.

 

Daði Björnson, Guðný Rós, Halldór Valberg og Sölva Ólafsson, skrifuðu þessa grein sem verkefni á námskeiðinu Ungir talsmenn.