Útilífsmiðstöðvar

form_2jadalka_ulfljotsvatn

Útilíf er mikilvægur þáttur í skátastarfi. Skátahreyfingin leggur mikla áherslu á að skátinn læri að þekkja náttúruna og eigi kost á að kynnast landinu jafnt vetur sem sumar. Með aukinni þekkingu á nátttúrunni vex skilningur á nauðsyn umhverfisverndar og því hvernig skátar geti stuðlað að henni með virkum hætti.

Skátar hafa byggt upp fjölmargar útilífsmiðstöðvar síðustu ár til að efla þátt útilífs í starfinu.

Útilífsmiðstöðvar skáta eru á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri.