Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta, en þess á milli kjörin stjórn.

Hún er skipuð átta einstaklingum:

  • skátahöfðingja, sem er formaður
  • aðstoðarskátahöfðingja, sem er varaformaður
  • formönnum sex fastaráða BÍS
    (alþjóða-, dagskrár-, félaga-, fjármála-, fræðslu-, ungmenna-, og upplýsingaráðs).

Kosning allra stjórnarmanna er til þriggja ára í senn.

:: Hér má finna starfsreglur stjórnar BÍS

:: Hér má finna starfsáætlun stjórnar BÍS 2016

:: Hér má finna samskipta- og verklagsreglur stjórnar BÍS 2017

::Hér má finna stefnumörkun BÍS 2015-2020

Skátahöfðingi

Skátahöfðingi er formaður stjórnar BÍS og leiðtogi alls skátastarfs í landinu. Skátahöfðingi deilir verkefnum með stjórninni að því leyti sem það er ekki gert í lögum þessum. Hann stjórnar fundum stjórnar BÍS, skipar formenn skátasambanda og félagsforingja að undangenginni kosningu á aðalfundum viðkomandi sambanda og félaga.

Í samskiptum við erlend samtök skáta teljast skátahöfðingjarnir tveir,  skátahöfðingi stúlkna og skátahöfðingi drengja, og skipta skátahöfðingi, aðstoðarskátahöfðingi eða formaður alþjóðaráðs þessum verkefnum milli sín eftir því sem við á.

Skátahöfðingi er Marta Magnúsdóttir.

 

Aðstoðarskátahöfðingi

Aðstoðarskátahöfðingi er staðgengill skátahöfðingja og honum til aðstoðar. Aðstoðarskátahöfðingi ber m.a. ábyrgð á tengslum stjórnarinnar við skátafélögin í landinu, á fundargerðum stjórnar BÍS og Skátaþinga, skráningu skátafélaga, félagaskrá BÍS og samantekt á félagatali BÍS.

Aðstoðarskátahöfðingi er Dagmar Ýr Ólafsdóttir

 

 

Gjaldkeri - formaður fjármálaráðs

Gjaldkeri er formaður fjármálaráðs og ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerðar o.þ.h.

Gjaldkeri og framkvæmdastjóri í umboði hans fara með prókúru BÍS og undirrita samninga fyrir hönd þess.

Gjaldkeri stjórnar BÍS er Anna Gunnhildur Sverrisdóttir.

Formaður alþjóðaráðs

Formaður alþjóðaráðs ber m.a. ábyrgð á samskiptum við alþjóðasamtök skáta WOSM og WAGGGS, erlend skátabandalög og kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.

Formaður alþjóðaráðs er Liljar Már Þorbjörnsson.

 

 

Formaður dagskrárráðs

Formaður dagskrárráðs, ber m.a. ábyrgð á allri skátadagskrá BÍS, hefur umsjón með útgáfu og endurskoðun verkefna og annarra gagna er varða skátastarf, sem og framkvæmd sameiginlegra viðburða á vegum BÍS.

Formaður dagskrárráðs er Harpa Ósk Valgeirsdóttir

 

Formaður fræðsluráðs

Formaður fræðsluráðs, ber m.a  ábyrgð á fræðslustarfi BÍS, þ.m.t. gerð námsskrár og framkvæmd námskeiða.

Formaður fræðsluráðs er Björk Norðdahl

 

 

 

Formaður upplýsingaráðs

Formaður upplýsingaráðs ber m.a. ábyrgð á samskiptum stjórnar BÍS við skáta, foreldra, almenning, önnur félagasamtök og opinbera aðila, sem og umsjón með útbreiðslu skátastarfs á landinu  og almennatengslum.

 

Formaður upplýsingaráðs er Jón Egill Hafsteinsson. 

Formaður ungmennaráðs

Formaður ungmennaráðs ber m.a. ábyrgð á starfi ungmennaráðs og þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.

 

Formaður ungmennaráðs er Berglind Lilja Björnsdóttir.

Berglind Lilja