Skátaþing

 Nýkjörin stjórn BÍS
Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta. Þingið skal halda ár hvert í mars- eða aprílmánuði, eftir ákvörðun stjórnar BÍS.

Til Skátaþings skal boða með minnst 42 daga (6 vikna) fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina til hvaða starfa skal kjósa á þinginu og hver framboðsfrestur er. Aukaþing skal halda ef stjórn eða meirihluti virkra skátafélaga telja það nauðsynlegt og skal boða það með minnst 15 daga fyrirvara. Stjórn BÍS ákveður þingstað hverju sinni.

Hér til hægri er hægt að nálgast gögn frá Skátaþingum.