skatamidstodin

Skátamiðstöðin er þjónustumiðstöð skátastarfs í landinu og eru þar til húsa Bandalag íslenskra skáta, Skátabúðin, Skátamót, Grænir skátar, Skátasamband Reykjavíkur og Skátafélagið Árbúar.

Meðal verkefna

Þjónusta við almenning
Tjaldaleiga skáta, Sígræna jólatréð, Grænir skátar, Íslenski fáninn í öndvegi, Skátaskeyti, og Minningarskeyti skáta.

Þjónusta við skáta

Námskeið, útgáfa á blöðum, bókum og verkefnum, þróun og hönnun verkefna, undirbúningur sameiginlegra viðburða, sala á merkjum, skátabúningi og ýmsum skátavörum. Annast öll alþjóðleg samskipti, samskipti við opinbera aðila og hin fjölmörgu félög sem eiga í samstarfi við skátahreyfinguna, og samskipti við fjölmiðla.

Bandalag íslenskra skáta
(440169-2879)
Hraunbær 123
110 Reykjavík
Sími 550-9800
Fax 550-9801
Netfang: skatar@skatar.is

Skátamiðstöðin er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til klukkan 17:00.

Framkvæmdastjóri

Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri BÍS og fer jafnframt með prókúru fyrir BÍS og dótturfélög þess.  Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri Skátamiðstöðvarinnar og öðrum rekstri BÍS gagnvart stjórn þess. Hann undirbýr stjórnarfundi BÍS og fylgir eftir samþykktum þeirra.  Situr jafnframt í stjórnum dótturfélaga og Æskulýðsvettvangsins.

Helstu dótturfyrirtæki BÍS eru:

Grænir skátar ehf. (520689-2069. Fyrirtækið sérhæfir sig í söfnun skilagjaldaskyldra umbúða í útibúi Endurvinnslunnar í Hraunbæ 123. Endurvinnslan þjónustar einnig fyrirtæki og félagasamtök í söfnun skilagjaldskyldra umbúða, sjá nánar hér. Grænir skátar taka við  söfnun gjafaumbúða frá velunnurum. Þar starfa um 12 starfsmenn með skerta starfsgetu í misstóru starfshlutfalli og þrír leiðbeinendur.

Skátabúðin ehf. (610514-1620) Fyrirtækið rekur Skátabúðina í Hraunbæ 123, Tjaldaleigu skáta, sölu sígrænna jólatrjáa og sér um allar minni fjáraflanir BÍS.

Skátamót ehf. (630514-0610) Fyrirtækið sérhæfir sig stórmótahaldi og heldur utan um m.a. Landsmót skáta og stærri utanferðir fyrir BÍS, s.s. ferðir á World Scout Jamboree, Roverway og World Scout Moot.

Skristofustjóri

Sigríður Ágústsdóttir er skrifstofustjóri BÍS og ber ábyrgð á almennum rekstri Skátamiðstöðvarinnar, þar á meðal þjónustu við skátafélögin, GSAT gæðamálum og að fylgja eftir stefnumótunarvinnu og þeim verkefnum sem stjórn BÍS ákveður að hrinda í framkvæmd. Sigríður er staðgengill framkvæmdastjóra.

 

Verkefnastjóri

Guðmundur Örn Sverrisson er verkefnastjóri BÍS.

Erindrekar

Kolbrún Ósk Pétursdóttir og Sigurgeir Bjartur Þórisson eru erindrekar BÍS. Þau sjá um stuðning við að þróa og efla innra starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með því að vinna að þróun dagskrár í skátastarfi og efla gæði skátastarfs. Þau vinna með öðrum að því að styðja við og efla þekkingu skátafélaga í rekstri og fjármálum skátafélaga og samningagerð við sveitarfélög, starfsáætlanagerð og uppbyggingu á innra starfi skátafélaga. Þau aðstoða einnig við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi.

Móttaka og Skátabúðin

Hulda Mjöll Þorleifsdóttir er upplýsingafulltrúi Skátamiðstöðvarinnar. Helstu verkefni hennar eru þjónusta í móttöku, verslunarstjóri Skátabúðarinnar, húsvarsla, umsjón með félagatali og vefsíðum BÍS, endurfundir skáta og annað sem tilheyrir móttöku Skátamiðstöðvarinnar. 

Viðburðastjórn 

Rakel Ýr Sigurðardóttir er viðburðastjóri BÍS. Hún sér um og ber ábyrgð á undirbúningi, áætlanagerð, kynningu og framkvæmd stærri og minni viðburða á vegum Bandalags íslenskra skáta s.s. Landsmótum, dagsviðburðum o.þ.h. Rakel Ýr er tengiliður við starfsemi Úlfljótsvatns. Hún ber jafnfram ábyrgð á markaðsmálum BÍS.

Alþjóðamál

Rakel Ýr Sigurðardóttir viðburðastjóri er fulltrúi alþjóðamála.

Fjármál

Páll Árnason sér um greiðslu reikninga, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna á því sviði hjá BÍS og dótturfyrirtækja ásamt styrkumsóknagerð.

Bókhald

Hilda Ösp Stefánsdóttir er bókari BÍS. Hilda Ösp sér um færslu bókhalds BÍS og dótturfyrirtækja.