Skátamiðstöðin

skatamidstodin

Skátamiðstöðin er þjónustumiðstöð skátastarfs í landinu og eru þar til húsa Bandalag íslenskra skáta, Skátabúðin, Skátamót, Grænir skátar, Skátasamband Reykjavíkur og Skátafélagið Árbúar.

Meðal verkefna

Þjónusta við almenning
Tjaldaleiga skáta, Sígræna jólatréð, Grænir skátar, Íslenski fáninn í öndvegi, Skátaskeyti, og Minningarskeyti skáta.

Þjónusta við skáta

Námskeið, útgáfa á blöðum, bókum og verkefnum, þróun og hönnun verkefna, undirbúningur sameiginlegra viðburða, sala á merkjum, skátabúningi og ýmsum skátavörum. Annast öll alþjóðleg samskipti, samskipti við opinbera aðila og hin fjölmörgu félög sem eiga í samstarfi við skátahreyfinguna, og samskipti við fjölmiðla.

Bandalag íslenskra skáta
(440169-2879)
Hraunbær 123
110 Reykjavík
Sími 550-9800
Fax 550-9801
Netfang: skatar@skatar.is

Skátamiðstöðin er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til klukkan 17:00.

 

Framkvæmdastjóri

Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri BÍS og fer jafnframt með prókúru fyrir BÍS og dótturfélög þess.  Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri Skátamiðstöðvarinnar og öðrum rekstri BÍS gagnvart stjórn þess. Hann undirbýr stjórnarfundi BÍS og fylgir eftir samþykktum þeirra.  Situr jafnframt í stjórnum dótturfélaga og Æskulýðsvettvangsins.

Helstu dótturfyrirtæki BÍS eru:

Grænir skátar ehf. (520689-2069. Fyrirtækið sérhæfir sig í söfnun skilagjaldaskyldra umbúða.  Þar er rekið útibú Endurvinnslunar í Hraunbæ 123, söfnun gjafaumbúða frá velunnurum. Í bígerð er að auka þjónustu við fyrirtæki og félagasamtök í söfnun skilagjaldskyldra umbúða. Þar starfa um 12 starfsmenn í misstóru starfshlutfalli með skerta starfsgetu og þrír leiðbeinendur.

Skátabúðin ehf. (610514-1620) Fyrirtækið rekur Skátabúðina í Hraunbæ 123, Tjaldaleigu skáta, sölu sígrænna jólatrjáa og sér um alla minni fjáraflanir BÍS.

Skátamót ehf. (630514-0610) Fyrirtækið sérhæfir sig stórmótahaldi og heldur utan um m.a. Landsmót skáta 2016, World Scout Moot 2017 og stærri utanferðir fyrir BÍS, s.s. ferðir á Jamboree, Roverway og World Scout Moot.

Skristofustjóri

Sigríður Ágústsdóttir er skrifstofustjóri BÍS. Hún kom til starfa í nóvember 2015. Sigríður ber ábyrgð á almennum rekstri Skátamiðstöðvarinnar, þar á meðal þjónustu við skátafélögin og að fylgja eftir verkefnum sem stjórn BÍS ákveður að hrinda í framkvæmd.

Félagsmál

Sigríður Ágústsdóttir skrifstofustjóri tekur við fyrirspurnum um félagsmál á meðan unnið er að endurskipulagningu á störfum Skátamiðstöðvarinnar.

Alþjóðamál

Sigríður Ágústsdóttir skrifstofustjóri tekur við fyrirspurnum um alþjóðarmál á meðan unnið er að endurskipulagningu á störfum Skátamiðstöðvarinnar.

Verkefnastjóri fræðslu- og dagskrármála

Dagbjört Brynjarsdóttir sér um fræðslu og dagskrármál BÍS. Hún kom til starfa hjá í Skátamiðstöðinni í febrúar 2011. Hún sér um Gilwell-leiðtogaþjálfun, fræðslukvöld og að þróa og innleiða starfsgrunn dagskrár í samráði við dagskrárráð og fræðsluráð.  Hún sér einnig um stuðning við skátafélög hvað varðar faglega starfið og uppbyggingu á því innan félaga. Hún situr fundi fræðsluráðs og dagskrárráðs og kemur að málum tengjast þróun á starfsgrunni skáta.

Móttaka og Skátabúðin

Unnur Líf Kvaran er upplýsingafulltrúi Skátamiðstöðvarinnar. Hún kom til starfa í febrúar 2018. Helstu verkefni hennar eru þjónusta í móttöku, verslunarstjóri Skátabúðarinnar, húsvarsla, skjalavarsla, umsjá með félagatali og vefsíðum BÍS, endurfundir skáta og annað sem tilheyrir móttöku Skátamiðstöðvarinnar. Hún situr jafnframt fundi ungmennaráðs og upplýsingaráðs.

 

Viðburðastjórn 

Rakel Ýr Sigurðardóttir tekur við þessu starfi 1. mars 2018.

 

Önnur verkefni

Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri Grænna skáta og Skátabúðarinnar. Hann kom til starfa Skátamiðstöðinni í september 2017.  Hann sér um rekstur Grænna skáta/ Skátabúðarinnar og ber ábyrgð á öllum fjáröflunum og samfélagsverkefnum BÍS.

Páll Árnason sér um greiðslu reikninga, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna á því sviði hjá BÍS og dótturfyrirtækja ásamt styrkumsóknagerð.