Home Blog Page 202

Hvað er „Messenger of Peace“?

WOSM með stuðningi konungs Sádí Arabíu hrintu af stað verkefninu Messenger of Peace á árinu. Verkefninu er ætlað að hvetja alla skáta til að taka þátt í einhverskonar verkefnum sem stuðlað geta að friði. Verkefnin geta verið stór og smá en eru skátarnir hvattir til að einbeita sér fyrst að nærumhverfi sínu. Bandalag íslenskra skáta átti þrjá fulltrúa á friðarmótinu í Sádí Arabíu þar sem verkefnið var formlega sett af stað, einn þeirra var Liljar Már frá Segli. Liljar á nú sæti í Norrænum samstarfshópi sem sér um að kynna verkefni fyrir skátabandalögum
á Norðurlöndunum. Það er mikill fengur fyrir okkur í Segli að eiga fulltrúa í slíkum starfshópum

Hvernig eru góð samskipti við fjölmiðla?

Sent út sem fjarfundur! Tilraun hjá okkur á Skátamiðstöðinni til að þjónusta betur skátafélög úti á landi.

Þeir sem fylgjast með fræðslukvöldinu á internetinu – vinsamlegast skráið ykkur líka hér!

Hlekkur fyrir fjarfund

Hafið samband við Ásu Sigurlaugu, í s: 864-2068, í kvöld ef vandamál verða með að fylgjast með okkur á internetinu.

Til að ná til almennings og skáta er mikilvægt að hlúa vel að samskiptum við fjölmiðla og sinna okkar eigin miðlum. Hvernig sjá fjölmiðlarnir okkur – hvar stöndum við okkur vel og í hvaða þáttum þurfum við að bæta okkur?

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir – ekki er skilyrði að vera skáti.

Ókeypis fyrir alla!

1) Góð samskipti við fjölmiðla? – Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg leiðbeinir um hvernig hægt er að gera fjölmiðla að samherjum og fá birtar fréttir úr skátastarfi, um það hvers konar hegðun dregur að athygli fjölmiðla og hvað ber að varast í samskiptum við þá.

2) Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? – Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV lýsir því hvernig skátarnir eru í augum fjölmiðla. Hún svarar spurningum og gefur góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhóli blaðamannsins.

3) Hvernig skrifum við góða frétt? – Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkona á Mogganum leiðir okkur í gegnum hvað það sé sem gerir frétt að góðri frétt: „Öngullinn“ sem grípur athygli lesandans; mikilvægustu upplýsingarnar; hver er tilgangurinn með fréttinni?

Skátarnir vilja blása til sóknar um bætta kynningu á starfi sínu. Vefurinn skatarnir.is opnaði í ágúst og unnið er að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög tóku boði Skátamiðstöðvar um nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðs er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla því til fjölmiðla.

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að gefa skátafélögum á Íslandi verkfæri til að efla skátastarf og leiða saman skáta, velunnara og áhugafólk um skátastarf til að eiga skemmtilega kvöldstund í þeim tilgangi að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á Fræðslukvöld BÍS. Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldunum og hvetja þá til að koma með.

Skráning hér

Nánari upplýsingar gefur

Ása Sigurlaug Harðardóttir, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu BÍS

S: 550-9800

Netf: asa@skatar.is

Héraðsbúar í útrás

Þann 4. júní lögðu 15 skátar ásamt foringja og 2 foreldrum upp í ferð áleiðis til Cleveland Ohio í Bandaríkjunum. Þessi ferð var hluti af umhverfisverkefni sem Héraðsbúar eru búnir að vera að sinna ásamt skátum í Ohio. Síðan í haust eru skátarnir búnir að hittast vikulega á Skype-fundum og leggja drög að því hvað hægt sé að gera til að bæta umhverfið. Varð svo úr að þeir höfðu strandhreinsanir að meginmarkmiði. Héraðsbúar hreinsuðu fallega gönguleið sem liggur meðfram sjó út í Stapavík við Héraðsflóa. Skátarnir í Ohio lögðu áherslu á að hreinsa strendurnar við vötnin sem skilja að Bandaríkin og Kanada. Héraðsbúar fóru út til að hjálpa til við strandhreinsun þar.

                Það var Samfélagssjóður Alcoa sem stofnaði til samstarfsins með kvenskátafélögum um allan heim undir slagorðinu „Forever Green.“ Markmið þess er að auka meðvitund almennings um hvað framlag hvers einasta einstaklings getur skipt miklu máli fyrir umhverfið. Megináherslan er lögð á þrjá liði: að minnka úrgang sem fer til urðunar, draga úr óþarfa orkunotkun og græða upp svokallaða regngarða. Skátarnir standa fyrir ýmsum umhverfisverkefnum í þessum anda og fá aðra sjálfboðaliða til liðs við sig til þess að sýna góða fyrirmynd í verndun náttúrunnar.

Það voru þreyttir skátar sem voru mættir í skátabúðirnar Camp Timberlane seint um kvöldið, eftir rúmlega sólarhrings ferðalag, en fullir eftirvæntingar um hvaða ævintýri biðu þeirra næstu daga. Fyrsti dagurinn byrjaði á hvíld og skoðunarferð um svæðið sem var 300 hektarar að stærð og var mikið að skoða, hús, vatn, stjörnuskoðunarkúla, fullt af dýrum og margt, margt fleira. Næsti dagur fór í vísindaferð inn í Cleveland þar sem farið var á tvö söfn. 8. júní rann svo upp strandhreinsunardagurinn mikli sem, var megintilgangur ferðarinnar og gekk hann mjög vel í alla staði. Við týndum upp þó nokkuð mikið af rusli sem var allt flokkað eftir bestu getu. Þriðji dagurinn fór svo í að slæpast í búðunum, farið í bogfimi, kayak og kanó. Um miðjan dag var svo farið í grillveislu hjá henni Debbi sem stjórnar verkefninu í Ohio. Þann 10. júní var farið á fætur snemma til að fara út í eina eyjuna sem er þarna í nágrenninu og á fyrirlestur hjá sjávarlífræðisetri sem er að rannsaka lífríkið í vötnunum á svæðinu. 11. júní rann svo upp með mikilli eftirvæntingu því það var búið að bjóða okkur í stóran rússíbanagarð sem var þarna rétt hjá og voru teknir einir 13 tímar í honum og mátti sjá eitt stórt bros á öllum þegar farið var heim í búðirnar um kvöldið. Svo rann upp síðasti dagurin okkar í Ohio að sjálfsögðu fengum við að fara í Amerískt moll og versluðu allir eitthvað smotterý. Um kvöldið var svo komið að kveðjustund og mátti alveg sjá nokkur tár falla þarna um kvöldið. Var svo farið snemma á fætur eftir svefnlitla nótt og farið út á flugvöll og haldið heim á leið. Við millilentum í New York þar sem við fórum í skoðunarferð um borgina með tilheyrandi stoppi á merkum stöðum. Það voru svo þreyttir og sælir skátar frá skátafélaginu Héraðsbúum sem lentu á Egilsstaðaflugvelli kl. 13:45 föstudaginn 14. júní og fullir eftirvæntingar vegna fjölbreytts og spennandi skátastarfs í framtíðinni.

Með skátakveðju að austan.

Þórdís Kristvinsdóttir félagsforingi Héraðsbúa.

Fararstjóri Kópa á landsmót

Vantar þig skemmtilegt verkefni með skemmtilegum skátum?

Viltu fá krefjandi verkefni?

Skátafélagið Kópar auglýsir eftir einstakling/um sem vilja taka að sér fararstjórn á Landsmót skáta 2014

Hafir þú áhuga máttu endilega hafa samband.

Nánari upplýsingar veitir Andri Týr.

andri@kopar.is

Tækifæri í alþjóðlegu skátastarfi

Evrópuskrifstofa skáta (WOSM) auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að vinna í nefndum og vinnuhópum á næsta þriggja ára starfstímabili sem hefst að loknu Evrópuþingi skáta nú í ágúst.

Nánari upplýsingar má finna HÉR!

Áhugasamir hafi samband við Júlíusi á skrifstofu BÍS, en hann veitir allar nánari upplýsingar.

Umsóknir þurfa að berast Júlíusi eigi síðar en 31. ágúst 2013 á netfangið julius(hjá)skatar.is 

Heimsækið Gilwellskálann í sumar

Gilwellskálinn er opinn á laugardögum í sumar frá kl. 14 – 17 fyrir gesti og gangandi.
Gilwellskátar munu taka á móti fólki og sýna hús og muni.

Seldar verða veitingar á vægu verði, kakó og vöfflur eftir aðstæðum.

Allir  gestir velkomnir!