Lög & Reglugerðir

form_2jadalka_abyrgt

Bandalag íslenskra skáta gerir sér grein fyrir því að starf með börnum og unglingum er mikið ábyrgðarstarf. Af þeim sökum er hverju skátafélagi og hverjum skátaforingja lögð sú ábyrgð á herðar að starf þeirra sé í samræmi við skátaheitið, skátalögin, lög og grundvallarstefnu Bandalags íslenskra skáta, landslög og önnur þau lög er varða æskulýðsstarf.

BÍS virðir sérhverja lífsskoðun sem samræmist skátaheitinu og skátalögunum. Í skátastarfi og við inngöngu nýliða skal virða og engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna.

Hér að neðan er að finna yfirlit yfir þau lög og þær reglur sem skylt er að fylgja í skátastarfinu auk tengla á annað gagnlegt efni sem tengist ábyrgu æskulýðsstarfi.

Lög og reglur Bandalags íslenskra skáta

Lög WOSM (World Organiztion of the Scout Movement)

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að kynna þér lög WOSM.

:: Sækja lög WOSM

Forvarnastefna Bandalags íslenskra skáta

Megintilgangur Forvarnastefnu BÍS er að undirstrika enn betur en áður að skátahreyfingin vill stuðla að heilbrigðu líferni sinna félagsmanna og tryggja öryggi barna og ungmenna í skátastarfinu.

:: Sækja Forvarnarstefnu BÍS

Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins

Viðbragðsáætlun þessi tekur til allra þeirra sem starfa á vegum allra aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins (Bandalag íslenskra skáta, Landsbjargar, UMFÍ og KFUM&K).

Hún nær til allra skáta, starfsmanna og sjálfboðaliða (skátaforingja af öllum stigum ásamt öðrum sjálfboðaliðum) og það er mjög áríðandi að allir kynni sér efni hennar vandlega.

:: Hér má finna viðbragsðáætlun Æskulýðsvettvangsins

:: Hér má finna slysaskýrslu ÆV (munið að eintak af undirritaðri slysaskýrslu á að sendast til Skátamiðstöðvarinnar)

:: Hér má finna Tilkynningu um einellti til fagráðs ÆV

Heimild fyrir sakaskrá

Skv. reglugerð BÍS eiga allir 18 ára og eldri sem starfa í skátastarfi, hvort sem hefðbundin skátastörf, foringjastörf eða sjálfboðaliðastörf, að skila inn heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá.

Skjal það sem finna má hér að neðan veitir BÍS heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá starfandi skáta 18 ára og eldri . Heimildin veitir BÍS rétt til að sækja gögn úr sakaskrá vegna ofbeldisbrota (3-5 ára aftur í tímann), vegna ávana- og fíknefnabrota (3-5 ára aftur  tímann) og vegna  kynferðisbrota (engin tímamörk). Þessum eyðublöðum á að skila inn árlega og þarf hver einstaklingur að samþykkja að BÍS afli þessara upplýsinga.

Prentið skjalið út, skrifið undir, fáið votta á undirskrift og skilið inn til félagsforingja/BÍS.

:: Heimild fyrir Sakaskrá

Drengskaparheit skátaforingja

Hér að neðan getur þú nálgast eyðublaðið „Drengskaparheit skátaforingja“.

:: Sækja eyðublað

Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins

Bandalag íslenskra skáta er aðili að Æskulýðsvettvangnum. Æskulýðsvettvangurinn hefur gefið út ritið „Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun„.  Allir sjálfboðaliðar og starfsfólk skátafélaganna verða að þekkja þetta efni og fylgja og virða þær starfsreglur sem þar eru settar fram.  Hér að neðan getur þú nálgast PDF-skrá með þessu riti ásamt viðeigandi eyðublöðum.

:: Sækja aðgerðaáætlun
:: Sækja eyðublaðið „Grunur um einelti”.
:: Sækja eyðublaðið „Fundur vegna gruns um einelti”.

Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

Fræðsluefni fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins sem fjallar um rekstur, ábyrgð og samskipti.

:: Sækja siðareglur Æskulýðsvettvangsins
:: Sækja veggspjald með siðareglum

Kynferðisafbrot – hvert get ég leitað?

Á vegum ÆV starfar fagráð sem hefur það hlutverk að vinna með og leysa mál er tengjast kynferðisbrotum sem framin hafa verið í starfi aðildarfélaga ÆV. Fagráð ÆV tekur við málum sem upp koma og sér til þess að þau fái viðhlítandi málsmeðferð. Jafnframt leiðbeinir það þolendum um málsmeðferð og sér til þess að þeir fái stuðning. Fagráðið tekur bæði á málum sem eru ný og eldri málum.

:: Sækja fræðsluefni 

Listi yfir lög er varða skátastarf og annað æskulýðsstarf