Um okkur 2

form_2jadalka_strakur

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eru landssamtök skáta og skátafélaga á Íslandi. BÍS er formlegur aðili að báðum heimsbandalögum skáta,  WAGGGS og WOSM, og ber þannig ábyrgð á að skátastarf á Íslandi sé í samræmi við grunngildi skátahreyfingarinnar. BÍS rekur Skátamiðstöðina sem staðsett er í Reykjavík og er þjónustumiðstöð fyrir skátafélögin í landinu, auk þess að vera aðalmálsvari skátahreyfingarinnar gagnvart erlendum og innlendum aðilum eins og stjórnvöldum, öðrum félagasamtökum og einstaklingum.

Skátaþing er haldið árlega og kýs það sjö manna stjórn BÍS sem ber ábyrgð á starfi bandalagsins. Með stjórninni starfa fagráð sem einnig eru kosin á Skátaþingi. Auk fagráðanna starfa á vegum BÍS margir langtíma og skammtíma vinnuhópar, eins og Úlfljótsvatnsráð sem ber ábyrgð á starfsemi skáta á Úlfljótsvatni, Gilwell-teymi sem er ábyrgt fyrir leiðtogaþjálfun fullorðinna sjálfboðaliða og mótsstjórnir sem standa fyrir Landsmótum skáta á nokkurra ára fresti. BÍS stendur fyrir viðamikilli útgáfu- og fræðslustarfsemi auk margs konar viðburða fyrir starfandi skáta á ólíkum aldursstigum.

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eða Skátahreyfingin, er landssamband íslenskra skáta.

 

Markmið Skátahreyfingarinnar 

Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. – Samfélagsþegnar sem taka þátt í að bæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.

Hlutverk Skátahreyfingarinnar 

Hlutverk skátahreyfingarinnar er að gera heiminn betri.

Leiðtogi í eigin lífi 

Skátastarf er leiðtogaþjálfun – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingar einungis þjálfaðir til að stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst að vera leiðtogar í eigin lífi.

Framtíðarsýn Skátahreyfingarinnar til ársins 2014 
  • Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin uppeldis- og útivistarhreyfing  í örum vexti sem býður upp á skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi starf fyrir börn og ungmenni, stutt og unnið af fullorðnum og byggt á skátaanda og vináttu.
  • Hreyfingin leggur áherslu á jákvæða ímynd, nútímalega búninga og einkenni og hefur frumkvæði að þessari þróun. Við leggjum áherslu á rétt sjálfsmat.
  • Dagskráin er hnitmiðuð, fjölbreytt og í stöðugri þróun og hentar fyrir skátaaldur (7-22 ára) og eldri skáta.
  • Skátahreyfingin er einn af fyrstu valkostum barna og foreldra í frístundastarfi og skátar verði eftirsóttir leiðtogar í samfélaginu.
  • Hreyfingin er þekkt fyrir öfluga erindreka, samstarf sitt við hagsmunaaðila og nýtingu tækni í samskiptum og skipulagi.

BÍS fréttir

Tillaga til breytinga á lögum Bandalags Íslenskra Skáta Samin á alþjóðlegum degi gegn einelti 8. nóvember 2017 Lögð fram á Skátaþingi 2018 Hér má sjá nánari greinargerð...

Nýjustu fréttir & viðburðir

:: Hér má lesa nýjasta eintakið :: Hér má lesa eldri eintök