Tuttugu og þrír skátar luku Gilwell-leiðtogaþjálfuninni 28.-29. maí sl. austur á Úlfljótsvatni. Lokaþátturinn í Gilwell-þjálfun þeirra var fólginn í helgarnámskeiði – fimmta skrefi þjálfunarinnar með yfirskriftinni „Leiðtogi í eigin lífi“.

Áður höfðu þeir lokið eftirfarandi fjórum skrefum ásamt tveimur Gilwell-verkefnum:

 • Skref 1: „Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“
 • Skref 2: „Markmið og leiðir í skátastarfi“
 • Skref 3: „skátastarf á vettvangi“
 • Skref 4: „stjórnun og skipulagning skátastarfs“
IMG_7012
Persónulegar áskoranir voru hluti af dagskrá helgarinnar.

 

Þessi glæsilegi hópur nýrra Gilwell-skáta er afar öflugur og lofar góðu fyrir eflingu skátastarfs í landinu. Hann bætist í hóp þeirra fullorðnu sjálfboðaliða sem lokið hafa Gilwell-leiðtogaþjálfun og gera yngri skátum mögulegt að stunda skemmtilegt og uppbyggjandi skátastarf – skátastarf sem gefur ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Listi yfir nýju Gilwell-skátana er hér fyrir neðan.

Helgin austur á Úlfljótsvatni var einstaklega vel heppnuð. Á laugardagskvöld var glæsilegur hátíðarkvöldverður í boði Guðmundar Finnbogasonar. Svo var kvöldinu lokað með Gilwell-kvöldvöku í anda Björgvins Magnússonar. Það voru glaðir þátttakendur með ný Gilwell-einkenni ásamt leiðbeinendum og gestum sem héldu heim á leið að lokinni útskrift og vöffluveislu á sunnudag.

Aðalleiðbeinendur á námskeiðinu voru: Benjamín Axel Árnason, Dagbjört Brynjarsdóttir, Jakob Frímann Þorsteinsson, Ólafur Proppé og Vanda Sigurgeirsdóttir. Stjórnandi námskeiðsins var Jakob Frímann Þorsteinsson.

 

 

 

IMG_7009
Ýmiss hópeflisverkefni voru útfærð og sigruð

Nýju Gilwell-skátarnir:

 • Anita Engley Guðbergsdóttir, Heiðabúum
 • Axel Hafþór Bergm. Steinarsson, Árbúum
 • Birgir V Dagbjartsson, Hraunbúum
 • Birta Ísafold Jónasdóttir, Mosverjum
 • Bjarki Sigurðsson, Héraðsbúum
 • Bjarni Dagur Þórðarson, Hraunbúum
 • Christa Hörpudóttir, Vífli
 • Dagbjört Jóhannesdóttir, Hraunbúum
 • Davíð Sigurður Snorrason, Klakki
 • Edda Anika Einarsdóttir, Hamri
 • Erik Hafþór Pálsson Hillers, Vífli
 • Erika Eik Bjarkadóttir, Hamri
 • Heiða Hrönn Másdóttir, Kópum
 • Hörður Ingi Gunnarsson, Kópum
 • Jón Helgason, Kópum
 • Kristín Helga Sigurðardóttir, Vífli
 • Óttarr Guðlaugsson, BÍS
 • Rúnar Geir Guðjónsson, Hraunbúum
 • Selma Björk Hauksdóttir, Heiðabúum
 • Sigþrúður Jónasdóttir, Svönum
 • Sylvía Rós Helgadóttir, Skf. Akraness
 • Unnur Lilja Úlfarsdóttir, Kópum
 • Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Skjöldungum

Skátar á Íslandi óska þeim til hamingju með áfangann.