Í ljósi breyttra aðstæðna, þar sem sitjandi formaður fræðsluráðs hefur dregið framboð sitt til baka áður en að uppstillingarnefnd lauk störfum sínum, hefur nefndin ákveðið að framlengja frest til framboðs í formennsku fræðsluráðs.
Frestur til framboðs er framlengdur til kl 12:00 á hádegi miðvikudaginn 22. febrúar 2017, með fyrirvara um samþykki Skátaþings á þeim framboðum sem berast eftir að áður auglýstum framboðsfresti lauk.

Framboðin skulu berast til uppstillingarnefndar á netfangið uppstillingarnefnd@gmail.com.
Þetta er samhljóða niðurstaða uppstillingarnefndar á fundi sínum 19. febrúar 2017.

Með bestu kveðjum,
uppstillingarnefnd BÍS