Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur dregið uppsögn Hermanns Sigurðssonar til baka og kemur hann til starfa 3. apríl 2017.

Óháður endurskoðandi hefur lokið ítarlegri athugun á fjárreiðum og bókhaldi samtakanna. Niðurstaða hans er að ekki er um fjárdrátt að ræða að hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Í sumar verður haldinn stærsti skátaviðburður í sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi, World Scout Moot. Þar er von á um 6000 skátum víðsvegar að úr heiminum. Skátar á Íslandi líta björtum augum til framtíðar og hlakka til að vinna með öllum skátum á landinu að því að efla skátastarf á Íslandi, samfélaginu til heilla.

Með skátakveðju

f.h. stjórnar BÍS

Jakob Guðnason
formaður upplýsingaráðs BÍS
jakob@skatar.is