Crean Vetraráskorun
Frábært tækifæri fyrir skáta fædda 2003 og 2004 til þess að fá þjálfun í vetrarskátun og að læra að takast á við áskoranir sem felast í vetrar- og fjallaferðum. Umsóknir skulu berast fyrir 20. nóvember. Allar frekari upplýsingar um viðburðinn og umsóknarferlið er að finna á Skátamálum. Smellið hér til þess að kynna ykkur málið.


Flokkahelgi dróttskáta
Dróttskátar fá tækifæri til að móta sína eigin dagskrá og nýta svæðið á Úlfljótsvatni eins og þeim hentar í flokkaútilegu 23. – 25. nóvember 2018.
Tvö verð eru í boði:
Annarsvegar 10.000,- kr. á mann fyrir innanhús gistingu, mat og dagskrá.
Hinsvegar 15.000,- kr. á mann fyrir sama pakka en þá er rúta innifalin í verðinu. Frá Hraunbæ 123 á föstudegi og til baka í Hraunbæ 123 á sunnudegi.
Hægt er að bóka pláss fyrir þinn flokk með því að senda póst á ulfljotsvatn@skatar.is
Allar frekari upplýsingar er að finna hér.


Fréttaskrif
Hefur þú gaman af því að skrifa greinar eða fréttir? Jafnvel sjá um samfélagsmiðla? Sendu okkur línu á skatar@skatar.is og vertu á lista yfir áhugasama um að sinna verkefnum tengdum fréttaskrifum og samskiptum.


Frétta tilkynningar
Hefur þú eitthvað til að koma á framfæri? Auglýsingu, frétt, ábendingu eða myndir? Endilega sendið okkur efni á frettir@skatar.is sem við birtum á okkar miðlum eða sendum á fjölmiðla.


Neisti – foringjaþjálfun
Sveitarforingjanámskeið sem haldið verður á Úlfljótsvatni 11. – 13. janúar 2019. Þar fær hver og einn tækifæri til að velja sína dagskrá. Markmiðið með námskeiðinu er að auka færni á ýmsum sviðum skátastarfsins og efla foringja í sínu starfi. Á námskeiðinu verður hægt að velja úr mörgum spennandi smiðjum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Listann yfir smiðjur og frekari upplýsingar má finna hér.


Salan á sígrænum jólatrjám hefst af fullum krafti 15. nóvember!


Á döfinni:

23/11 – 25/11
Flokkahelgi dróttskáta á Úlfljótsvatni 
1/12
Undirbúningsdagur Crean
5/12
Dagur sjálfboðaliðans
11/1-13/1
Neisti – foringjaþjálfun

Skoða alla viðburði.