Þjónustuverkefni

Grænir skátar

graenirskatar_250pixDósir eru út um allt. – Bráðnauðsynlegar, ískaldar og eftirsóttar í skipulögðum röðum í ísskápnum eða tómar í hrúgum og pokum í geymslunni eða jafnvel einstæðar úti á götu þar sem þær eru fyrir öllum. Plastflöskur og gler líka.

Hér koma GRÆNIR SKÁTAR inn í málið. Við tökum að okkur tómar dósir. Breytum lífi þeirra, söfnum þeim í hópa, skipuleggjum þær og gefum þeim nýtt líf og frelsi. Við endurhæfum þær og frelsum þær.

Dósasöfnun GRÆNNA SKÁTA er þjóðþrifafyrirtæki sem breytir afrakstri neyslusamfélags í gjaldeyrisskapandi tekjulind fyrir heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks. Það er beinlínis í skátadagskránni og í skátalögunum sem segja: – Skáti er nýtinn. – Skáti er náttúruvinur.

Hjálpaðu okkur að safna dósum og plastflöskum!

kassa-kort

:: Lesa meira

Tjaldaleiga skáta

tjaldaleiga_250pixSkátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.

Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.

Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki.

Skoðið lýsingar á tjöldum og búnaði og hafið svo samband á skrifstofutíma og pantið með góðum fyrirvara.

:: Lesa meira

Styrktarpinni skáta

styrktarpinninn_250pxHugmyndin á bak við Styrktarpinna skáta er tvíþætt. Í fyrsta lagi er um fjáröflun fyrir skátahreyfinguna að ræða og í öðru lagi er verið að tengja stóran hóp eldri skáta við skátahreyfinguna með því að senda honum árlega Styrktarpinnann.

Árlega er framleitt barmmerki sem sent er þessum skátum ásamt gíróseðli. Gjarnan er tækifærið notað og hópnum sendar upplýsingar er tengjast starfinu og talið að snerti þennan hóp skáta. Öllum er frjálst að eiga barmmerkið og fólk hvatt til að bera það í hversdagsklæðnaði sínum.

Styrktarpinninn 2014 er hluti af sérstöku átaki til þess að efla skátastarf á landsbyggðinni og stofna ný skátafélög eða skátasveitir á þeim fjölda staða þar sem ekkert skátastarf er í dag. Með stuðningi þínum getum við vonandi veitt börnum og ungmennum víða um land tækifæri til að taka þátt í skátastarfi og boðið upp á vandaða þjálfun fyrir leiðtoga og skátaforingja
til þess að leiða það starf.

:: Lesa meira

 Sígræna jólatréð

sigraena_jolatred_logoSkátarnir hafa selt Sígræna jólatréð síðan 1993 í fjáröflunarskyni.  Jólatrén eru sérlega vönduð, með 10 ára ábyrgð og þykja með þeim fallegustu á markaðnum. Hægt er að kaupa Sígrænu jólatrén í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Frá miðjum nóvember ár hvert er hægt að skoða trén uppsett.

Sígræna Jólatréð er framleitt skv. okkar fyrirmælum þannig að það líkist sem mest Normannsþini sem Íslendingar þekkja vel

Efnið sem notað er í Sígræna Jólatréð er þykkara (bæði vírinn og plastið) en á flestum öðrum trjám og er jafnframt eldtefjandi og grípur þar með ekki loga sem að því kæmi.  Þykkara plast þýðir m.a. að greinarnar leggjast síður flatar í geymslu milli jóla og tréð virkar eðlilegra þegar komið er við það.

:: Lesa meira

 

 Styrktarsjóður skáta

styrktarsjodurÁ aðalfundi BÍS 1998 var lögð fram af stjórn BÍS tillaga að stofnskrá Minningar- og styrktarsjóðs skáta sem yrði fjárhagslegur bakhjarl skátahreyfingarinnar. Úr sjóðnum væri veitt fyrst og fremst til sameiginlegra verkefna hreyfingarinnar, en jafnframt ættu skátafélögin möguleika á að sækja um styrki til sérstakra verkefna.

Tillagan var samþykkt á fundinum.  Reglugerð sjóðsins var síðan breytt á aðalfundi BÍS 2005 og m.a. nafni hans breytt í Styrktarsjóð skáta.

:: Lesa meira

Skátaskeyti

skataskeytiEru tímamót í nánd -afmæli, ferming, skátavígsla, fyrsta fjallgangan eða á að fara „Laugaveginn“? Ef svo er þá er skátaskeyti lausnin. Sendið skátaskeyti til viðkomandi með viðeigandi texta.

BÍS hefur í nokkur ár boðið til sölu þrjár gerðir af skátaskeytum auk minningarkorta.

:: Lesa meira

 

Minningarskeyti skáta

minningarkort_bis_litilSkátahreyfingin hefur um árabil haft minningarkort til sölu á skrifstofu BÍS.

Í reynd er um minningarskeyti að ræða, þar sem minningarkveðjan er prentuð á forprentuð skátaskeyti.  Þeir sem vilja senda minningarskeyti geta haft samband við skrifstofu BÍS í síma 550-9800, á skrifstofutíma, eða sent netpóst á skatar@skatar.is

:: Lesa meira

 

 

skataland-250Skátaland

Skátaland hóf rekstur árið 2002 með því að kaupa sex hoppukastala fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt og er núna með 20 uppblásin leiktæki 1 risa klifurvegg 20 sölutjöld og annan búnað. Skátaland er í eigu Skátasamband Reykjavíkur sen er samtök skátafélaga í Reykjavík. Með því að leigja búnað hjá Skátalandi styrkir þú æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í Reykjavík.

:: Lesa meira