The 6th International Gathering, Sharjah 2014

Alþjóðaráði var að berast boð á róverskátamót í Sameinuðu Arabísku furstardæmunum sem haldið verður núna 1.-10. febrúar.

Í boði er að senda einn skáta 18-26 ára á kostnað mótshaldara.

Umsóknarfrestur er stuttur, eða bara til kl. 12:00 á mánudaginn, 6. janúar.  Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon(hjá)skatar.is

Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill ásamt vegabréfsnúmeri og gildistíma auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar