Árleg haustlitaferð eldri skáta verður farin laugardaginn 21. sept. kl. 10 frá Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, við hliðina á Bónus. Farið verður um slóðir Akranesskáta á Skaganum, í Skorradal og staldrað við í skátaskálanum, þar sem Svanna- og Rekka- sveitin tekur á móti okkur. Þaðan er haldið í Botnsdal, með viðkomu og í herminja-safninu að Hlöðum.

Þ:átttökugjald er aðeins kr. 4.500 og innifalið í því er rútuferðin, léttur hádegisverður og aðgangseyrir í herminjasafnið.

Áætluð koma aftur er klukkan 17.

Fararstjóri er Svavar Sigurðsson sem kemur úr röðum Rekka- og svannasveit Skáta-félagi Akraness. Í síðari hluta ferðarinnar verður Atli Smári Ingvarsson félagsforingi Skf. Smiðjuhópsins fararstjóri.

Dagskrá Haustlitaferðar – laugardaginn 21. september 2013:

  • 10:00: Brottför frá Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
  • 10:45: Komið upp á Akranes og skátaheimili og skátastaðir skoðaðir.
  • 11:30: Farið upp að Akrafjalli þar sem skátaskálinn var.
  • 12:30: Komið upp í Skorradal, skoðað og nokkrir skátasöngvar sungnir.
  • 13:30: Haldið að Hlöðum, Herminjasafn skoðað og skátasöngvar sungnir.
  • 15:00: Haldið í Botnsdal og litið yfir mótssvæðið.
  • 17:00: Komið aftur í Skátamiðstöðina í Hraunbæ.

Skráning fer fram á www.skatar.is og í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ, sími 550 9800.