WOSM með stuðningi konungs Sádí Arabíu hrintu af stað verkefninu Messenger of Peace á árinu. Verkefninu er ætlað að hvetja alla skáta til að taka þátt í einhverskonar verkefnum sem stuðlað geta að friði. Verkefnin geta verið stór og smá en eru skátarnir hvattir til að einbeita sér fyrst að nærumhverfi sínu. Bandalag íslenskra skáta átti þrjá fulltrúa á friðarmótinu í Sádí Arabíu þar sem verkefnið var formlega sett af stað, einn þeirra var Liljar Már frá Segli. Liljar á nú sæti í Norrænum samstarfshópi sem sér um að kynna verkefni fyrir skátabandalögum
á Norðurlöndunum. Það er mikill fengur fyrir okkur í Segli að eiga fulltrúa í slíkum starfshópum