Gilwell-nemar sérhæfa sig eftir því hvort þeir eru á sveitarforingjaleið eða stjórnunarleið. Fjórða skrefið er næstsíðasta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun. (1. og 2. skref eru nauðsynlegir undanfarar).

Sveitarforingjaleið
Þátttakandinn:
– Skipuleggur dagskrárhring fyrir skátasveit
– Lærir aðferðir til að fá skáta til að hafa frumkvæði og taka þátt í ákvörðunum í skátastarfi
– Lærir á táknræna umgjörð skátastarfs
– Lærir leiðir til að hvetja skátana til skapandi verkefna
– Tekur virkan þátt í sameiginlegu mati Gilwell-þátttakenda

Stjórnunarleið
Þátttakandinn:
– Skipuleggur verkefni eða viðburð sem ætlaður er stórum hópum skáta frá mörgum skátafélögum
– Lærir á uppbyggingu skátahreyfingarinnar á Íslandi og á alþjóðavettvangi
– Lærir á fjáröflun, skipulagningu og stjórnun á stærri viðburðum og verkefnum við skátastarf, markaðsvinnu, rekstrarmál og skýrslugerð
– Lærir á helstu atburði sem skátum á Íslandi bjóðast utan við hefðbundið skátastarf í hverri skátasveit
– Tekur virkan þátt í sameiginlegu mati Gilwell-þátttakenda

Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrir þetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.

Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.
Skráning hér

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við undirritaða,
Ása Sigurlaug Harðardóttir, Verkefnastjóri fullorðinsfræðslu