Sent út sem fjarfundur! Tilraun hjá okkur á Skátamiðstöðinni til að þjónusta betur skátafélög úti á landi.

Þeir sem fylgjast með fræðslukvöldinu á internetinu – vinsamlegast skráið ykkur líka hér!

Hlekkur fyrir fjarfund

Hafið samband við Ásu Sigurlaugu, í s: 864-2068, í kvöld ef vandamál verða með að fylgjast með okkur á internetinu.

Til að ná til almennings og skáta er mikilvægt að hlúa vel að samskiptum við fjölmiðla og sinna okkar eigin miðlum. Hvernig sjá fjölmiðlarnir okkur – hvar stöndum við okkur vel og í hvaða þáttum þurfum við að bæta okkur?

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir – ekki er skilyrði að vera skáti.

Ókeypis fyrir alla!

1) Góð samskipti við fjölmiðla? – Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg leiðbeinir um hvernig hægt er að gera fjölmiðla að samherjum og fá birtar fréttir úr skátastarfi, um það hvers konar hegðun dregur að athygli fjölmiðla og hvað ber að varast í samskiptum við þá.

2) Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? – Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV lýsir því hvernig skátarnir eru í augum fjölmiðla. Hún svarar spurningum og gefur góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhóli blaðamannsins.

3) Hvernig skrifum við góða frétt? – Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkona á Mogganum leiðir okkur í gegnum hvað það sé sem gerir frétt að góðri frétt: „Öngullinn“ sem grípur athygli lesandans; mikilvægustu upplýsingarnar; hver er tilgangurinn með fréttinni?

Skátarnir vilja blása til sóknar um bætta kynningu á starfi sínu. Vefurinn skatarnir.is opnaði í ágúst og unnið er að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög tóku boði Skátamiðstöðvar um nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðs er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla því til fjölmiðla.

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að gefa skátafélögum á Íslandi verkfæri til að efla skátastarf og leiða saman skáta, velunnara og áhugafólk um skátastarf til að eiga skemmtilega kvöldstund í þeim tilgangi að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á Fræðslukvöld BÍS. Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldunum og hvetja þá til að koma með.

Skráning hér

Nánari upplýsingar gefur

Ása Sigurlaug Harðardóttir, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu BÍS

S: 550-9800

Netf: asa@skatar.is