Smiðjuhópurinn og Miðjuhópurinn stóðu fyrir Smiðjudögum um helgina í Hveragerði. Tæplega 200 dróttskátar mættu til leiks og mikið fjörið. Mótið var að venju sett í sundlauginni og þar var haldið heljarinnar sundlaugapartý. Fjöldamet var slegið í heita pottinum, en 80 skátar náðu að troða sér í pottinn sem alla jafna tekur um 10 manns.

Laugardag var svo boðið upp á smiðjur og skemmtilegheit. M.a. Bananapíanó og brjóstsykursgerð.

JOTI/JOTA var hluti af dagskrá smiðjudaga eins og venja er.

Frekari myndir og lýsingar má sjá á fésbóksíðu miðjuhópsins: https://www.facebook.com/midjuhopurinn?fref=ts

Einnig má sjá frétt á Vísi um viðburðinn: http://www.visir.is/80-skatar-settu-nytt-met-i-heitum-potti/article/2013131018921