Leiðtogaþjálfun og önnur áhugaverð námskeið er meðal þess sem kynnt verður á hugmyndaþingi sem haldið verður í skátaheimili Kópa miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20:00. Allir áhugasamir um skátastarf fullorðinna í Kópavogi eru velkomnir.

Það eru Selirnir, félag foreldra og annarra fullvaxta Kópa, sem býður í þennan selskap. ,, Við viljum ræða um skátastarfið frá okkar sjónarhorni sem foreldrar og eldri skátar, kynna hugmyndir um samvinnu og þátttöku í skátastarfi,“ segir Björk Norðdahl, en hún leiðir hóp sem vill efla þátttöku fullorðinna í skátastarfi.

Í gegnum skátastarfið bjóðast margvíslegir möguleikar á ferðum, skátamótum og einnig leiðtogaþjálfun. Björk bendir á handfast dæmi því til sönnunar: ,, Okkur stendur til dæmis til boða að sækja ókeypis námskeið í mannauðsstjórnun sem haldið verður laugardaginn 16. nóvember“.

,,Þegar fullorðnir koma inn í starfið skapast meiri möguleikar á að efla gæði starfsins og fjölbreytni,“ segir Björk. Sagt verður frá reynslu skátafélaga af slíku starfi. Áhugasamir um þetta starf geta skoða Facebook síðu Selanna

Hópurinn sem stendur að undirbúningi hugmyndaþingsins setti saman fjórar hugmyndir sem dæmi um þá möguleika sem eru. Þær væri hægt að útfæra svo með ýmsum hætti. Líklega verða þessar hugmyndir til að kalla fram aðrar og betri þegar fólk hittist. Hér má skoða þessi hugmyndablöð