Ókeypis vefsíða fyrir skátafélögin!

Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is hefur verið unnið að gerð vefsíðu fyrir skátafélögin. Það hefur færst í aukst að skátafélögin hafa leitað til skrifstofu BÍS og óskað eftir aðstoð við gerð vefsíðu og nú hefur þessari þörf verið mætt. Hópur á vegum Upplýsingaráðs BÍS hefur skoðað heimasíður skátafélaganna í sumar og í kjölfarið unnið að gerð vefsíðu sem gæti verið „dæmigerð“.

Þessi „dæmi-síða“ hefur verið sett upp á léninu: http://demo6.tecnordix.is og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu.

Vefsíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress sem er útbreytt og aðgengilegt vefumsjónarkerfi.

Þau skátafélög sem vilja nýta sér þetta tilboð eru hvött til leita sér nánari upplýsinga með því að hafa samband við skrifstofu BÍS í síma 550 9800 eða senda tölvupóst á netfangið gudmundur@skatar.is.