Útilífsskóli Hraunbúa leitar að hæfum einstaklingi í stöðu skólastjóra Útilífsskóla Hraunbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Dagleg stjórnun, skipulagning og umsjón Útilífsskólans.
 • Markaðsetning og auglýsingar fyrir Útilífsskólann.
 • Undirbúningur og skipulagning námskeiða.
 • Umsjón með starfsmannamálum: ráðningu starfsmanna, verkskipulagi, vinnutímum starfsmanna og samskipti við vinnuskóla Hafnarfjarðar.
 • Þjálfun starfsfólks Útilífsskólans.
 • Daglegur rekstur og innkaup.
 • Upplýsingagjöf til foreldra.
 • Tilfallandi verkefni fyrir skátafélagið Hraunbúa.

 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af stjórnun.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Færni í mannlegum samskiptum.
 • Áhugi og metnaður í starfi.
 • Reynsla af æskulýðsstarfi, sér í lagi skátastarfi, er mikill kostur.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf síðari hluta maímánuðar.

Umsókn með ferilskrá skal senda með tölvupósti á starf@hraunbuar.is og skal berast í síðasta lagi 28 . apríl 2014. Fyrirspurnir skulu berast á sama netfang.