Styrkhafar eru fyrst og fremst skátafélög landsins og hægt er að sækja um styrk til verkefna í eftirtöldum flokkum:

  1. Fræðslumál innan skátahreyfingarinnar
  2. Útgáfa innan skátahreyfingarinnar
  3. Nýjungar í starfi skátafélaganna
  4. Stofnstyrkir vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála
  5. Styrkir er auðvelda efnaminni skátum og skátafélögum þátttöku í viðburðum tengdum skátastarfi

Umsóknarfrestur í liði 1-3 er til kl. 9:00 mánudaginn 6. mars nk. Úthlutað verður á Skátaþingi. Umsóknir sendist rafrænt til skatar@skatar.is

Veittir eru styrkir fyrir liði 4-5 allt árið og skulu umsóknir fyrir þá liði berast til skrifstofu BÍS hálfum mánuði fyrir viðburð á sérstöku umsóknarblaði sem finna má hér að neðan.

::  Reglugerð og umsóknareyðublað má finna hér.