Öflugur hópur skáta er á lokasprettinum að ljúka sinni Gilwell-leiðtogaþjálfun og nú um helgina voru þau á námskeiði í stjórnun og skipulagningu skátastarfs, en það er fjórða skrefið af þeim fimm sem Gilwell skiptist í.
Á rétttri leið - handbókin kynnt
Á rétttri leið – handbókin kynnt

Á þessu stigi þjálfunarinnar er henni skipt upp í tvær leiðir, annars vegar sveitarforingjaleið og hins vegar stjórnunarleið.

Þeir sem eru á sveitarforingjaleið þjálfuðu sig í að skipuleggja verkefni og viðburði í samvinnu við skáta á ólíkum aldri. Unnið var meðal annars með dagskrárhringinn sem aðferð til að virkja skátana sjálfa við undirbúning, framkvæmd og mat á starfinu í skátasveitinni.

Hópurinn sem er á stjórnunarleið fór yfir mismunandi nálgun við skipulagningu og stjórnun skátafélaga, stærri viðburða og verkefna tengdum skátastarfi, markaðsvinnu, rekstrarmálum, mati á starfi skátafélaga og skýrslugerð.

Sameiginlega var svo farið yfir ábyrgð fullorðinna í skátastarfi og lagaramma æskulýðsstarfs, þar sem meðal annars var fjallað um áhrif og skyldur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Stjórnandi á sveitarforingjaleið er Guðrún Häsler og á stjórnunarleið Víking Eiríksson. Auk þeirra leiðbeindu Benjamín Axel Árnason og Eðvald Einar Stefánsson.

Sá hluti hópsins sem fór sveitarforingjaleiðina
Sá hluti hópsins sem fór sveitarforingjaleiðina

Námskeiðið var haldið í Skátamiðstöðinni í gær frá kl. 9-17. Þetta var síðasta námskeið Gilwell-skólans í vetur og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í haust, strax í september.

Þátttakendur á námskeiðinu um helgina voru:

• Aðalbjörg E Halldórsdóttir Svanir
• Árný Björnsdóttir, Hraunbúar
• Dagný Viggósdóttir, Einherjar/Valkyrjan
• Friðrik Sigurðsson, Mosverjar
• Guðmundur Ingi Óskarsson, Einherjar/Valkyrjan
• Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, Fossbúar
• Guðrún Sigtryggsdóttir, Árbúar
• Gunnar Ingi Gunnarsson, Mosverjar
• Haraldur Júlíusson, Einherjar/Valkyrjan
• Ingibjörg Snorrad. Hagalín, Einherjar/Valkyrjan
• Jón Geir Harðarson,Klakkur
• Jón Lárusson, Fossbúar
• Kári Gunnlaugsson, Hraunbúar
• Kristinn Ólafsson, Ægisbúar
• Laufey Elísabet Gissurardóttir, Ægisbúar
• María Dröfn Guðnadóttir, Eilífsbúar
• Salmar Már Salmarsson Hagalín, Einherjar/Valkyrjan
• Sigþrúður Jónasdóttir, Svanir
• Sædís Ósk Helgadóttir, Garðbúar
• Þórdís Halldóra Gestsdóttir, Heiðabúar

Þessi hópur valdi stjórnunarleiðina
Þessi hópur valdi stjórnunarleiðina
Viltu vita meira um: