Þessa dagana eru 16 skátar frá Stíganda í Dalabyggð á skátamóti í Tydal, sem haldið er af  dönskum skátum í Suður-Slésvík í Þýskalandi. Í ferðahópnum eru 13 dróttskátar, 3 fálkaskátar og 4 í fararstjórn.  Fararstjórar ferðarinnar eru þau Þórey þórisdóttir og Kristján Meldal.
Ferðafélagar fyrir brottför
Ferðafélagar fyrir brottför

IMG_1504Anna Margrét Tómasdóttir segir að undirbúningur fyrir ferðina hafi hafist af alvöru eftir áramót. „Við fórum í útilegu saman, þar sem við dreifðum áburði við trjáplöntur á daginn og höfðum það kósý um kvöldið. Við héldum fundi þar sem við ræddum um hvað við vildum gera fyrir utan skátamótið,“ segir hún.  Meðal þess sem þau gerðu var að útbúa sameiginlega boli og ræddu ýmis málefni.  Fyrir brottför þurftu skátarnir að kunna margvíslegt svo sem aðflagga, kveikja bál án þess að nota kveikjulög, útieldun, höggva með exi, súrra og tálga.

Basic skátamót

„Það er enginn lúxus á skátamótinu í Tydal. Setið er við eldinn á kvöldin og spjallað. Allur matur eldaður yfir báli. Allt súrrað, borð stólar ofl.  Þetta er sannkölluð frumbyggjavinna. Mikið lagt upp úr trönubyggingum,“ sagði Anna í spjalli fyrir mótið. Á daginn eru dagskrá, og á kvöldin eru ýmsar kvöldvökur eða næturleikir og segir Anna að það sé svipað því sem við þekkjum hér heima.  „Næturleikurinn síðast sló alveg í gegn þá klæddu stjórnendur og fylgifiskar sig upp í búninga og fóru í hlutverk. Og hófst mikill leikur um að ná gullpeningum eða eitthvað,“ segir hún.

IMG_1441Mótið er haldið í Tydal Eggebek af Skátabandalaginu í Sydslesvig en svæðið er þeirra Úlfljótsvatn. Mótið stendur dagana 18. – 25. júlí.  Eftir mótið er áætlað að íslenski hópurinn fari til Flensburg. Þar á að fara í Klifurgarð og enda síðan í Hansa park  áður en heim er haldið 26. júlí um kvöld.

Eins og gengur á frumbyggjaslóðum er internetsamband stopul, en þó náðist fyrir harðfylgi að senda ljósmyndir.

Facebook styttir leiðir í Dalabyggð og milli landa

Hópurinn sem fór út núna var fyrir ferðina í miklum samskiptum innbyrðis með Facebook. Anna Margrét segir að þar sem krakkarnir í Dalabyggð búi mörg í sveit geti þau ekki hist í tíma og ótíma.  Hópurinn hefur einnig eignast „pennavini“ í Suður-Slésvík og var mótið skipulagt þannig að íslenski hópurinn yrði með þeim í tjaldbúð.  Í spjalli fyrir mótið sagði Anna Margrét að skátarnir yrðu í þremur blönduðum flokkum þvert á skátafélög og þjóðerni.

Núna meðan á mótinu stendur eru tengingar stopular, en vonandi fáum við nánari fréttir og frásögn af ferð Stíganda til Tydal.

Googlaði Jamboree

Þetta er í þriðja sinn sem Anna Margrét Tómasdóttir kemur að skipulagningu ferðar til Tydal. Árið 2007 fór hópur frá Akranesi, árið 2011 fór hópur frá Stíganda og svo aftur nú.

IMG_1444
Tjaldbúðarlíf

Anna Margrét bjó á Akranesi og starfaði lengi með Skátafélagi Akraness. Aðdraganda þess að farið var út sumarið 2007 lýsir hún svo. „Við vorum með flotta dróttskáta og langaði að umbuna þeim og fara með þau út. Lítið var af uppl. inn á BÍS síðunni og engin mót beint auglýst. Ekki stóð til að fara hópferð frá BÍS eins og hafði verið gert oft áður. Mér datt þá bara í hug að finna skátamót í Evrópu eða einhverstaðar og hreinlega googlaði bara jamboree. Ég kemst þá inn á heimasíðu þeirra í Tydal skátagarði í Sydslesvig og það er auglýst Jamborette 2007. Ég fór í að senda bréf þangað og eitt leiddi af öðru. Allavega fór hópur frá Skátafélagi Akraness á þetta mót. Ég fór sjálf ekki sem fararstjóri en stóð að undirbúningi. Hópurinn kom kátur heim og lét vel af mótinu. Ferðin í heild sinni kostaði minna en að fara á landsmót á Íslandi.

Skátar í Stíganda njóta sín í Danmörku
Skátar í Stíganda njóta sín í Danmörku

Sjálf fór ég síðan og kíkti á skátagarðinn þeirra í Tydal sumarið á eftir. Allavega þegar næsta Jamborette var haldið eða árið 2011, þá var ég hætt að starfa fyrir skf. Akranes en komin á fullt í skátastarfið í Búðardal. Alheimsmót í Svíþjóð var það sama ár og nokkuð ljóst að krakkarnir í Búðardal væru ekki að fara þangað. Ég leitaði því til Tydal á ný, aftur var hægt að fara í ferð fyrir lítinn pening. Ég fór sjálf fararstjóri í þá ferð með aðeins 5 skáta frá Stíganda. Ferðin tókst vel og kynntist ég fólkinu í Sydslesvig vel. Nokkru áður hafði maðurinn minn kynnst fólki frá sydslesvig í gegnum UMFÍ. Við höfum því kynnst fullt af fólki þarna og komið árlega þangað,“ upplýstiAnna Skátamál um með hraði rétt fyrir brottför.

Í Sydslesvig býr minnihluta hópur Dana í Þýskalandi eða um 50 þúsund manns.  Þau halda allavega þetta skátamót og er öflugt félagstarf í Slesvig. Fjöldi þátttakenda á skátamótinu eru ca. 500 og segir Anna þetta sé því lítið og heimilislegt mót þar sem flestir kynnast vel. Síðast voru þáttakendur frá Danmörku, Þýskalandi, Íslandi og Póllandi.