Bandalag íslenskra skáta óskar efti rað ráða skrifstofustjóra. Um framtíðarstarf er að ræða.

Tilgangur starfs

 • Sinna öllum daglegum rekstri kjarnastarfssemi Skátamiðstöðvarinnar.
 • Tryggir stuðning Skátamiðstöðvarinnar við skátafélögin í landinu.
 • Er umsjónaraðili stefnumótunarvinnu Skátana og innleiðingu hennar í samstarfi við stjórn BÍS.

Ábyrgðar- og stjórnunarsvið

 • Daglegur rekstur Skátamiðstöðvarinnar og starfsmannahald.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni verkefna.
 • Samskipti við skátafélögin í landinu í samstarfi við starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, átt auðvelt með samskipti og sýna frumkvæði í starfi.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu úr skátastarfi.
 • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 4. október. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta á netfangið hermann@skatar.is

Auglýsing: skrifstofustjóri