Skáti óskast!!  

Við erum að leita að skáta, einhverjum duglegum, reglusömum, jákvæðum, lífsglöðum, úræðagóðum og síðast en ekki síst barngóðum einstaklingi (eldri en 18 ára) sem langar að vinna á Sólheimum frá 1. júní til 21. ágúst 2015.

Vinnutími er frá 08:00-17:00 alla virka daga. Á morgnana eru ýmis fjölbreytt og skemmtileg verkefni, úti og/eða inni, s.s. umhverfis- og garðyrkjustörf, vinnustofur, verkstæði, fer allt eftir þörfum.

Eftir hádegið hefst leikjanámskeið Sólheima og það er aðalmálið því í sveitarfélaginu okkar búa afar skemmtilegir krakkar og það er ekki leiðinlegt að fara út að leika með þeim. Við viljum vera viss um að allar öryggisreglur séu virtar og að börnin séu vernduð.

Hér er lýsing á leikjanámskeiðinu:

Leikjanámskeið á Sólheimum í sumar
fyrir alla krakka í Grímsnes- og Grafningshreppi

Í sumar bjóða Sólheimar öllum börnum, 6 ára og eldri, sem búa í Grímsnes- og Grafningshreppi á leikjanámskeið frá 5. júní til 10. ágúst 2015.

Á námskeiðinu verður útivist, náttúruskoðun, fræðsla og fjölbreyttir leikir.

Leikjanámskeið á Sólheimum í sumar
fyrir alla krakka í Grímsnes- og Grafningshreppi

Leikjanámskeiðið er styrkt af sveitafélaginu og er því þátttaka án endurgjalds. Vinsamlegast gætið þess að börnin séu klædd eftir veðri og komi með viðeigandi aukafatnað, regnföt og stígvél. Við látum ekki rigninguna stoppa okkur!

Allir eiga að koma með hollt og gott nesti: samloku, ávöxt og drykk. Allt gos og sælgæti er stranglega bannað.

Á blíðviðrisdögum er m.a. farið í sund og því nauðsynlegt að hafa sundfötin alltaf til taks.

Þeir sem hafa áhuga eða vilja frekari upplýsingar senda póst á valgeir@solheimar.is eða hringja í síma 847-1907/855-6022.

 

Sólheimar eiga afmæli í sumar – 85 ára  1930-2015

Skátadagur Sólheima 15. ágúst  haldið uppá 30 ára afmæli skátafélags Sólheima

 

Með kveðju | Regards,

Valgeir Fridolf Backman

Félagsmálafulltrúi

Sólheimar | 801 Selfoss | Iceland
(+354) 480 4407 | (354) 847 1907
valgeir@solheimar.is www.solheimar.is