Góð stemning var á árvissri Þrettándagleði Gilwell-teymisins sem haldin var í gær í skátaheimilinu í Kópavogi.   Allir sem tengjast Gilwell voru velkomnir, hvort sem það var stutt eða langt síðan þeir fóru á Gilwell. Einnig var þeim boðið sem ekki hafa klárað formlega.
IMG_0024
Tækifæri til að ræða skátamál voru vel nýtt
Ólafur Proppé skólastjóri Gilwell-skólans er bjartsýnn
Ólafur Proppé skólastjóri Gilwell-skólans er bjartsýnn

Dagskrá Þrettándagleðinnar var afslöppuð og fyrst og fremst tækifæri til að hittast og fá fréttir af gangi mála hjá Gilwell-skólanum og lýsti Ólafur Proppé skólastjóri því helsta sem áunnist hefur. Í fyrra luku þrjátíu manns Gilwell-leiðtogaþjálfuninni og sagðist hann búast við að í ár myndu jafnvel um 50 manns ljúka þjálfun. „Markmiðið er að útskrifa 100 nemendur á ári,“ segir hann með sóknarhug og áréttar að það sé hluti af því markmiði að fjölga í skátahreyfingunni.

Aðgengilegri þjálfun

Sú breyting að skipta náminu upp í aðgengileg skref hefur mælst vel fyrir og hefur meðalaldur þeirra sem sækja í námið hækkað við það og nefndi Ólafur sem dæmi að meðalaldur þátttakenda í námskeiði sem er nú um helgina væri um 32 ár.

Í umræðum fýsti fólk að vita hvernig þátttakendur í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni skiluðu sér í skátastarfið og var upplýst að heimtur væru mjög góðar. Í könnun meðal um 70 þátttakenda sem útskrifuðust á liðnum árum voru allir í skátastarfi nema fimm og voru afgerandi skýringar hjá flestum þeirra eins og t.d. dvöl erlendis eða að skátastarf var ekki í boði í sveitarfélagi þeirra.

Umræður um allan sal
Umræður um allan sal
Guðmundur á gítarnum.
Guðmundur á gítarnum.

Námskeið sett upp sérstaklega ef óskir berast

Gilwell-skólinn hefur boðið upp á námskeið á nokkrum stöðum á landinu og sagði Ólafur það vera stefnu skólans að nálgast nemendur helst í þeirra heimabyggð. „Við mætum ef það er til dæmis tólf manna hópur,“ segir Ólafur og minnir einnig á fjarkennsluna sem boðið er upp á.

Á morgun, laugardaginn 16. janúar verður fyrsta námskeið ársins, en áætlunin sem tímasett hefur verið á þessu ári lítur svona út:

  • 16. janúar 2016 – 1.skref (Skátamiðstöðinni í Reykjavík).
  • 23.-24. janúar 2016 – 5. skref og útskrift (Úlfljótsvatni).
  • 20. febrúar 2016 – 2. skref (Skátamiðstöðinni í Reykjavík).
  • 21. febrúar-15. apríl 2016 – 3. skref (vettvangsnám fyrir þá sem vilja útskrifast í lok mai 2016).
  • 16. apríl 2016 – 4. skref (Skátamiðstöðinni í Reykjavík).
  • 28.-29. maí 2016 – 5. skref og útskrift (Úlfljótsvatni).
  • 26.-28. ágúst 2016 – 1. og 2. skref „Sumar-Gilwell“ (Úlfljótsvatni)
  • 16.-18. september 2016 – 5. skref og útskrift (Úlfljótsvatni).

Gilwell-skólinn á Íslandi er rekinn af Bandalagi íslenskra skáta (BÍS). Hann býður bæði grunnþjálfun í samræmi við ramma alþjóðasamtaka skáta (WOSM) og símenntun – bæði endurmenntun og framhaldsþjálfun á fjölmörgum sviðum leiðtogafræða. Skoða nánari upplýsingar um skipulag Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar

Jelly-systur tóku að sér að standa veitingavaktina. Erna, Kristín og Dröfn
Jelly-systur tóku að sér að standa veitingavaktina. Erna, Kristín og Dröfn

 

IMG_0031
Anna og Ólafur spá í skátafræðin
Arnlaugur fékk fjórðu perluna og Eygló og Sigurlaug fengu þriðju perluna, en viðbótarperlur fá þeir sem eru virkir í Gilwell-teyminu
Arnlaugur fékk fjórðu perluna og Eygló og Sigurlaug fengu þriðju perluna, en viðbótarperlur fá þeir sem eru virkir í Gilwell-teyminu