Snjóhúsagerð í dag

„Snjóhúsagerð í dag ásamt gönguferðum um svæðið. Enn er sami vindurinn og í gær og ekki gert ráð fyrir því að það gangi niður fyrr en í kvöld og á morgun. Crean farar láta það samt ekki á sig fá enda jafnast ekkert á við að vera á heiðinni í góðum vetraraðstæðum með góðum hópi vina,“ segir í færslu á Facebook síðu Vetraráskorunar Crean.

Hópurinn gekk í gær frá Úlfljótsvatni í frekar erfiðum aðstæðum en þau komu í skála undir kvöldið. „Gangan gekk vel en var erfið. Mikið rok á sumstaðar á leiðinni og úrkoma á háheiðinni.“ Væntanlega hefur enginn átt erfitt með að festa svefn eftir þann dag.

Það er hópur írskra og íslenska skáta á aldrinum 14 – 16 ára sem tekur þátt í Vetraráskorun skáta. Það er nokkuð þétt í skálunum á Hellisheiði en í ár eru 43 þátttakendur, auk fararstjóra, leiðsögumanna og hjálparliðs. Skátarnir á Íslandi og Landsbjörg halda utan um dagskrána hér á landi en undirbúningur hefur verið í báðum löndum í vetur. Nánar um verkefnið www.skatamal.is/crean

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar