Fimmtudaginn 2. maí hittist hópur Gilwellskáta í Lækjarbotnaskála. Tilefnið var skólastjóraskipti hjá Gilwell skólanum.

Ólafur Proppé steig til hliðar eftir margra ára skólastjórasetu og við tók nýr skólastjóri, Björk Norðdahl, formaður Fræðsluráðs BÍS.

Við sama tilefni var einnig skipt um skólastjórn, en starfstími fyrri stjórnar var liðinn og tóku nýjir skátar við keflinu.

Fráfarandi stjórn var eftirfarandi:

Björk Norðdahl (sem er nýr skólastjóri)

Benjamín Axel Árnason

Guðmundur Pálsson og

Víking Eiríksson

Þeim er innilega þakkað fyrir sitt framlag til fræðslumála skátahreyfingarinnar og er ljóst að grettistaki hefur verið lyft í Gilwell skólanum á þeirra starfstíma.

Ný námsskrá Gilwell skólans var tekin upp árið 2012 og fyrstu nemendur útskrifðust skv. þeirri námsskrá 2013. Á þessum 5 árum sem liðin eru hafa um 160 skátar klárað Gilwell og eru 40 skátar „á leið“ núna. Megnið af þessum skátum eru nú virk í hreyfingunni eða tæp 90% útskrifaðra, sem telst nokkuð gott. Það er því verðugt verkefni sem býður nýrri skólastjórn, en það þarf að viðhalda þessum flottu tölum.

Ný skólastjórn sem tók við keflinu er eftirfarandi:

Arnór Bjarki Svarfdal

Kristín Hrönn Þráinsdóttir

Hjálmar Hinz og

Dagbjört Brynjarsdóttir

Skátamiðstöðin óskar Björk og nýrri skólastjórn velfarnaðar í starfi.