Skátarnir skemmtu sér stórvel á fræðslukvöldinu um leikjastjórnun sem var haldið í Skátamiðstöðinni í síðustu viku.

Það má með sanni segja að þátttakendur hafi upplifað leikjagleðina á eigin skinni á fræðslukvöldinu. Foringjar frá ýmsum skátafélögum ræddu hvað þarf til að stjórna leik hjá skátum á mismunandi aldri svo allir nái að njóta sín og taka þátt. Svo var farið í leiki og auðséð að leikgleðin á við um alla aldurshópa. Skátar leika jafnt úti sem inni og þroska með því líkama og sál og læra að samvinna skilar okkur lengra og samheldnin eykst.

leikjastjórnun1