Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna.
Hér er gerð grein fyrir markmiðum skátahreyfingarinnar, þeim grunngildum sem starfið byggir á og Skátaaðferðinni, sem einkennir skátastarf um allan heim. Það er einungis ein Skátaaðferð og hún er kynnt á þessari síðu. Aðferðin er löguð að aldri og þroska skátanna. Þess vegna er táknræn umgjörð skátastarfs breytileg fyrir ólík aldursstig. Þrátt fyrir það er grunnurinn hinn sami fyrir alla skáta.
Að auki er hér að finna gagnlegar upplýsingar um aldursstigin, hvatakerfið, verkefnavefinn og annað er snýr að skátastarfinu.
Skátahreyfingin er uppeldishreyfing
Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna.
:: Lesa meira
Skátaaðferðin
Skátaaðferðin er uppeldis- og menntunaraðferð skátahreyfingarinnar. Hún felst í að efla sjálfsmenntun skátanna sem leiðir til aukins þroska bæði einstaklinga og hópa. Hún kemur til viðbótar öðru í uppeldi og menntun hjá fjölskyldu, í skóla og öðru frístundastarfi. Nauðsynlegt er að skilja hvernig lykilþættirnir tengjast og vinna saman til að átta sig á hvernig aðferðin virkar í raun. Skátaaðferðin er eins árangursrík og raun ber vitni þegar þessir þættir eru samræmdir og í jafnvægi.
:: Lesa meira
Grunngildi skátahreyfingarinnar
Grunngildi skátahreyfingarinnar eiga uppruna sinn í hugmyndum og skrifum Baden-Powell frá upphafi tuttugustu aldar og í samþykktum alþjóðasamtaka skáta eftir að skátahreyfingin var formlega stofnuð sem alþjóðahreyfing árið 1920.
Hér getur þú lesið þig til um samfélagsleg gildi sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar, siðferðileg gildi sem finna má í skátaheiti og skátalögum og aðferðafræðileg gildi sem fólgin eru í Skátaðferðinni.
:: Lesa meira
Skátaaðferðin í framkvæmd
Til þess að Skátaaðferðin laði að sér börn og ungt fólk þurfa fullorðnir sjálfboðaliðar (sveitarforingjarnir) að kunna að vinna með verkefnin, áfangamarkmiðin, flokka- og sveitarstarfið og lýðræðislega uppbyggingu sveitarinnar.
Hér getur þú lesið þig til um mismunandi gerðir verkefna, kynnt þér hvernig markmið skátahreyfingarinnar eru brotin niður í áfangamarkmið fyrir hvert aldursstig, fræðst um skátaflokkinn og skátasveitina og hvernig þessar einingar vinna saman.
:: Lesa meira
Hvatakerfið
Markmiðið með notkun hvatakerfisins er að sýna framfarir einstaklingsins sem fela í sér aukna reynslu, hæfni og þroska. Hvatakerfið er byggt með þarfir hvers aldursstigs í huga og því eru hvatatákn afhent mjög ört á yngri aldursstigum en sífellt sjaldnar eftir því sem skátinn eldist.
:: Lesa meira
Verkefnavefurinn
Verkefnavefurinn inniheldur dýrmætt stoðefni skátaforingjans sem nýtist honum í skátastarfinu. Verkefnavefurinn inniheldur mikið magn verkefna sem henta fyrir mismunandi aldurshópa og viðfangsefnin eru afar fjölbreytt.