Skátar koma 100 Sýrlenskum fjölskyldum í skjól

Síðustu vikur hafa ríflega 1.000 manns fallið í átökum sýrlenskra uppreisnarmanna og íslamista. Þeirra á meðal eru eru um 130 óbreyttir borgarar, sumir þeirra teknir af lífi á barnaspítala í borginni Aleppo.

Líbanskir skátar, nágrannar Sýrlendinga, hafa ekki látið þessa hörmungartíma fram hjá sér fara og síðustu daga hafa þeir tekið höndum saman og aðstoðað nágranna sína eftir fremsta megni.

Nú þegar hefur eitthundrað fjölskyldum verið veitt bráðabirgðaskjól í sérbúnum vetrartjöldum með viðeigandi búnaði auk þess sem þeim hefur verið færður skjólfatnaður til að aðstoða þau við að komast af í þessum hörmungum.

Líbönsku skátarnir starfa ekki á vegum Rauða Krossins, Sameinuðu þjóðanna né annarra alþjóðlegra samtaka en í gegnum þeirra skátauppeldi hafa þeir ákveðið að sitja ekki hjá og hafa nú gripið til eigin aðgerða. Þannig geta þeir lagt sitt af mörkum til að gera Sýrlensku flóttamönnum lífið sem bærilegast.

Íslenskir skátar búa ekki við þennan raunveruleika en þó eru þessir atburðir að eiga sér stað einmitt núna.  Kynntu þér málið, hugsaðu þinn gang.

:: Lesa meira

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar