BETLEHEM: Í byrjun desember, ár hvert, ferðast ungur drengur eða stúlka frá Austurríki til Betlehem til að tendra Friðarljósið. Friðarljósið er svo fært til Vínarborgar þaðan sem því er deilt um allan heim.

Þann 14. desember munu skátar hvaðanæva úr Evrópu taka þátt í athöfn í Vín þar sem þeir munu tendra kerti af Friðarloganum og færa logann heim til sín sem tákn um frið og von. Skátar hafa tekið þátt í þessu verkefni í 25 ár og hér á Íslandi hafa St. Georgsskátar, félagsskapur eldri skáta, haft veg og vanda að verkefninu.

:: Nánar um verkefnið

:: Friðarloginn á Íslandi