Þann 22. maí 2017 eru liðin hundrað ár frá upphafi skátastarfs á Akureyri.   

Skátafélagið Klakkur bauð til afmælisveislu sunnudaginn 21. maí. Margt var um mannin í afmælisfagnaðinum og mættu margir ungir og „minna ungir“ skátar. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi hélt tölu og heiðraði nokkra skáta fyrir vel unnin störf.

En, þrátt fyrir háan aldur eru skátar á Akureyri enn ung. Skátafélagið Klakkur, sem fagnar líka 30 ára afmæli á þessu ári, er nú í vexti og lítur björtum augum fram á veginn. Verkefnin eru mörg og skemmtileg. Þar má til dæmis nefna afmælisútilegu sem verður haldin að Hömrum þann 18. ágúst næstkomandi.

Þá býður Klakkur öllum í skáta-útilegu. Frekari upplýsingar um það þegar nær dregur.